NBA: Kobe bara með 4 stig en Lakers vann samt - Met hjá Lebron Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2013 09:00 LeBron James. Mynd/NordicPhotos/Getty Kobe Bryant átti furðulegan leik í nótt þegar lið hans Los Angeles Lakers vann sinn áttunda sigur í ellefu leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James var hinsvegar áfram sjóðandi heitur og setti nýtt NBA-met, Oklahoma City Thunder steinlá í Utah og Rudy Gay skoraði aðra sigurkörfu sína á stuttum tíma fyrir sitt nýja lið Toronto Raptors.LeBron James var með 30 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann Portland Trail Blazers 117-104. James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 30 stig eða meira jafnframt því að nýta yfir 60 prósent skota sinna í sex leikjum í röð. James nýtti 11 af 15 skotum sínum í nótt en hann bætti þar með met þeirra Adrian Dantley og Moses Malone sem höfðu báðir náð þessu í fimm leikjum í röð á sínum tíma. James var þó ekki stigahæstur hjá Miami því Chris Bosh skoraði 32 stig og tók 11 fráköst. Dwyane Wade skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar og Ray Allen var með 14 stig. Damian Lillard skoraði 33 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge var með 29 stig.Dwight Howard var með 19 stig og 18 fráköst og Antawn Jamison bætti við 19 stigum þegar Los Angeles vann 91-85 heimasigur á Phoenix Suns. Kobe Bryant skoraði aðeins fjögur stig í leiknum og tapaði átta boltum. Kobe skaut ekki á körfuna í fyrri hálfeik (gaf 8 stoðsendingar fyrir hlé) og skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en 2:13 voru eftir af leiknum. Michael Beasley var stigahæstur hjá Phoenix með 18 stig og Luis Scola skoraði 15 stig í áttunda tapi Phoenix í síðustu tíu leikjum.Utah Jazz hélt áfram að vinna "stóru" liðin á heimavelli þegar liðið vann 109-94 sigur á Oklahoma City Thunder. San Antonio og Miami höfðu einnig tapað í Salt Lake City. Al Jefferson skoraði 23 stig fyrir Utah-liðið og Paul Millsap var með 18 stig og 10 fráköst en það dugði ekki Thunder að Kevin Durant skoraði 33 stig, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Russell Westbrook skoraði 22 stig fyror OKC.James Harden skoraði 27 stig þegar Houston Rockets vann Golden State Warriors 116-107 og Jeremy Lin bætti við 14 stigum og 10 stoðsendingum í öðrum sigri Houston á Golden State á átta dögum. Stephen Curry skoraði 27 stig fyrir Golden State.Marc Gasol var með 24 stig og 12 fráköst og Mike Conley skoraði 22 stig þegar Memphis Grizzlies vann 108-101 sigur á Sacramento Kings. Tony Allen lék einnig vel og skoraði 19 stig í leiknum. DeMarcus Cousins var með 23 stig fyrir Kings-liðið.Rudy Gay skoraði sigurkörfuna þegar Toronto Raptors vann 109-108 sigur á Denver Nuggets. Þetta er önnur sigurkarfa Gay á stuttum tíma en hann er nýkominn til Toronto frá Memphis. DeMar DeRozan var stigahæstur með 22 stig en Rudy Gay var með 17 stig í þriðja sigri Toronto í röð. Ty Lawson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Denver.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Toronto Raptors - Denver Nuggets 109-108 Miami Heat - Portland Trail Blazers 117-104 Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 108-101 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 109-94 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 91-85 Golden State Warriors - Houston Rockets 107-116 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Kobe Bryant átti furðulegan leik í nótt þegar lið hans Los Angeles Lakers vann sinn áttunda sigur í ellefu leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James var hinsvegar áfram sjóðandi heitur og setti nýtt NBA-met, Oklahoma City Thunder steinlá í Utah og Rudy Gay skoraði aðra sigurkörfu sína á stuttum tíma fyrir sitt nýja lið Toronto Raptors.LeBron James var með 30 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann Portland Trail Blazers 117-104. James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 30 stig eða meira jafnframt því að nýta yfir 60 prósent skota sinna í sex leikjum í röð. James nýtti 11 af 15 skotum sínum í nótt en hann bætti þar með met þeirra Adrian Dantley og Moses Malone sem höfðu báðir náð þessu í fimm leikjum í röð á sínum tíma. James var þó ekki stigahæstur hjá Miami því Chris Bosh skoraði 32 stig og tók 11 fráköst. Dwyane Wade skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar og Ray Allen var með 14 stig. Damian Lillard skoraði 33 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge var með 29 stig.Dwight Howard var með 19 stig og 18 fráköst og Antawn Jamison bætti við 19 stigum þegar Los Angeles vann 91-85 heimasigur á Phoenix Suns. Kobe Bryant skoraði aðeins fjögur stig í leiknum og tapaði átta boltum. Kobe skaut ekki á körfuna í fyrri hálfeik (gaf 8 stoðsendingar fyrir hlé) og skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en 2:13 voru eftir af leiknum. Michael Beasley var stigahæstur hjá Phoenix með 18 stig og Luis Scola skoraði 15 stig í áttunda tapi Phoenix í síðustu tíu leikjum.Utah Jazz hélt áfram að vinna "stóru" liðin á heimavelli þegar liðið vann 109-94 sigur á Oklahoma City Thunder. San Antonio og Miami höfðu einnig tapað í Salt Lake City. Al Jefferson skoraði 23 stig fyrir Utah-liðið og Paul Millsap var með 18 stig og 10 fráköst en það dugði ekki Thunder að Kevin Durant skoraði 33 stig, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Russell Westbrook skoraði 22 stig fyror OKC.James Harden skoraði 27 stig þegar Houston Rockets vann Golden State Warriors 116-107 og Jeremy Lin bætti við 14 stigum og 10 stoðsendingum í öðrum sigri Houston á Golden State á átta dögum. Stephen Curry skoraði 27 stig fyrir Golden State.Marc Gasol var með 24 stig og 12 fráköst og Mike Conley skoraði 22 stig þegar Memphis Grizzlies vann 108-101 sigur á Sacramento Kings. Tony Allen lék einnig vel og skoraði 19 stig í leiknum. DeMarcus Cousins var með 23 stig fyrir Kings-liðið.Rudy Gay skoraði sigurkörfuna þegar Toronto Raptors vann 109-108 sigur á Denver Nuggets. Þetta er önnur sigurkarfa Gay á stuttum tíma en hann er nýkominn til Toronto frá Memphis. DeMar DeRozan var stigahæstur með 22 stig en Rudy Gay var með 17 stig í þriðja sigri Toronto í röð. Ty Lawson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Denver.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Toronto Raptors - Denver Nuggets 109-108 Miami Heat - Portland Trail Blazers 117-104 Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 108-101 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 109-94 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 91-85 Golden State Warriors - Houston Rockets 107-116
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira