Segir Sigurð hafa komið rannsókninni efnislega af stað 21. febrúar 2013 11:38 Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011. Ögmundur leit svo á að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks á fölskum forsendum. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja rannsóknina á Wikileaks þó sömu lögreglurannsókn og þá sem tengdist tölvuárásinni, og upprunalega beiðnin snérist um. Þarna er því ákveðinn meiningarmunur á milli ráðuneytis og embættismannanna. Björgvin segir skýrslu Sigurðar meðal annars varpa ljósi á uppruna málsins, „hann setti sig í samband við bandaríska sendiráðið og bandarísku alríkislögregluna og kom málinu efnislega af stað," segir Björgvin í samtali við fréttastofu og vísar til þess að Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu í júní árið 2011 og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um yfirvofandi tölvuárás Lulzec hópsins svokallaða, sem átti að beinast að stjórnarráðinu. Í kjölfarið samþykkti innanríkisráðuneytið réttarbeiðni handa fulltrúum FBI til þess að athafna sig hér á landi. Þá voru allar tölvuvarnir stórefldar eins og fram kom í máli Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, þegar nefndin kom síðasta saman. Hann sagðist þá trúa því að árásinni hefði verið afstýrt. Björgvin segir vitnisburð Sigurðar sýna það með enn skýrari hætti að starfsmenn FBI hefðu verið hér á fölskum forsendum þegar þeir tóku fjölmörg viðtöl við Sigurð hér á landi í ágúst sumarið 2011. Björgvin áréttaði einnig að Sigurður hefði afþakkað aðstoð íslenskra yfirvalda vegna þessara viðtala sem tóku tugi klukkustunda og áttu sér stað víðsvega um heiminn að sögn Björgvins. Björgvin segir Sigurð ennfremur hafa staðfest það sem Ögmundur sagði á Alþingi, og Vísir hafði áður greint frá, að bandaríska alríkislögreglan hefði reynt að nota hann sem tálbeitu gegn Wikileaks. Björgvin bætti svo við að hann teldi að Ögmundur hefði brugðist hárrétt við í málinu með því að endurnýja ekki réttarbeiðnina. Þá telur hann ekki að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli ráðuneytisins og ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þess má geta að rannsóknin vegna tölvuárásarinnar er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011. Ögmundur leit svo á að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks á fölskum forsendum. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja rannsóknina á Wikileaks þó sömu lögreglurannsókn og þá sem tengdist tölvuárásinni, og upprunalega beiðnin snérist um. Þarna er því ákveðinn meiningarmunur á milli ráðuneytis og embættismannanna. Björgvin segir skýrslu Sigurðar meðal annars varpa ljósi á uppruna málsins, „hann setti sig í samband við bandaríska sendiráðið og bandarísku alríkislögregluna og kom málinu efnislega af stað," segir Björgvin í samtali við fréttastofu og vísar til þess að Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu í júní árið 2011 og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um yfirvofandi tölvuárás Lulzec hópsins svokallaða, sem átti að beinast að stjórnarráðinu. Í kjölfarið samþykkti innanríkisráðuneytið réttarbeiðni handa fulltrúum FBI til þess að athafna sig hér á landi. Þá voru allar tölvuvarnir stórefldar eins og fram kom í máli Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, þegar nefndin kom síðasta saman. Hann sagðist þá trúa því að árásinni hefði verið afstýrt. Björgvin segir vitnisburð Sigurðar sýna það með enn skýrari hætti að starfsmenn FBI hefðu verið hér á fölskum forsendum þegar þeir tóku fjölmörg viðtöl við Sigurð hér á landi í ágúst sumarið 2011. Björgvin áréttaði einnig að Sigurður hefði afþakkað aðstoð íslenskra yfirvalda vegna þessara viðtala sem tóku tugi klukkustunda og áttu sér stað víðsvega um heiminn að sögn Björgvins. Björgvin segir Sigurð ennfremur hafa staðfest það sem Ögmundur sagði á Alþingi, og Vísir hafði áður greint frá, að bandaríska alríkislögreglan hefði reynt að nota hann sem tálbeitu gegn Wikileaks. Björgvin bætti svo við að hann teldi að Ögmundur hefði brugðist hárrétt við í málinu með því að endurnýja ekki réttarbeiðnina. Þá telur hann ekki að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli ráðuneytisins og ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þess má geta að rannsóknin vegna tölvuárásarinnar er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira