Íslenskur ljósmyndari myndar götutískuna í London Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. mars 2013 09:30 Íris Björk fluttist til London í september 2011 og hóf nám í tískuljósmyndun og stíliseringu við London Collage of Fashion. Þar hefur hún í nógu að snúast og var meðal annars fengin til að mynda götutískuna á tískuvikunni í London fyrir stóra vefsíðu. Við hjá Lífinu heilluðumst af ljósmyndum Írisar og heyrðum í henni hljóðið.Hvenær kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? „Ég gekk í Versló en þegar ég var 17 ára tók ég mér árs frí og fór ég sem skiptinemi til Brasilíu þar sem ljósmyndaáhuginn kviknaði fyrst. Svo þegar ég kom til baka fór ég að taka mikið af myndum fyrir nemendafélagið og áhuginn varð enn meiri. Eftir að ég útskrifaðist árið 2010 lærði ég svo förðun til að bæta við mig þekkingu sem gæti nýst mér í ljósmynduninni."Hver eru þín helstu verkefni til þessa? „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Ég tók myndir af götutískunni á London Fashion Week fyrir Coathanger sem sér um persónulega stíliseringu í Westfields verslunarmiðstöðunum í Bretlandi. Undanfarið hef ég verið að vinna að myndatökum með stílista frá New York ásamt því að er ég er að bíða eftir að nokkrarmyndatökur verði birtar í tímaritum. Svo var ég var að taka upp mitt fyrsta tískuvideo um daginn og hafði mjög gaman að því."Úr myndaþætti sem birtist í Nude Magazine.Þú hefur mikinn áhuga á tísku, hver eru þín uppáhalds tískutrend fyrir sumarið? „Að vera í hvítu frá toppi til táar, 60s áhrifin og Bomber jakkarnir."Íris Björk að störfum við að mynda götutískuna á LFW í febrúar.Áttu þér uppáhalds fatahönnuð? „Já, meðal annars eru Dolce and Gabbana, Alexander McQueen, Elie Saab, Meadham Kirchhoff, Jeremy Scott, Milla Snorrason, Kalda, Kron by KronKron, Hildur Yeoman og Jör by Guðmundur Jörundsson í uppáhaldi."Íris Björk.Íris heldur úti bloggsíðunni Curious þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í London.Irisbjork.comLjósmynd eftir Írisi.Mynd sem Íris tók fyrir coathanger.net á tískuvikunni í London. Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Íris Björk fluttist til London í september 2011 og hóf nám í tískuljósmyndun og stíliseringu við London Collage of Fashion. Þar hefur hún í nógu að snúast og var meðal annars fengin til að mynda götutískuna á tískuvikunni í London fyrir stóra vefsíðu. Við hjá Lífinu heilluðumst af ljósmyndum Írisar og heyrðum í henni hljóðið.Hvenær kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? „Ég gekk í Versló en þegar ég var 17 ára tók ég mér árs frí og fór ég sem skiptinemi til Brasilíu þar sem ljósmyndaáhuginn kviknaði fyrst. Svo þegar ég kom til baka fór ég að taka mikið af myndum fyrir nemendafélagið og áhuginn varð enn meiri. Eftir að ég útskrifaðist árið 2010 lærði ég svo förðun til að bæta við mig þekkingu sem gæti nýst mér í ljósmynduninni."Hver eru þín helstu verkefni til þessa? „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Ég tók myndir af götutískunni á London Fashion Week fyrir Coathanger sem sér um persónulega stíliseringu í Westfields verslunarmiðstöðunum í Bretlandi. Undanfarið hef ég verið að vinna að myndatökum með stílista frá New York ásamt því að er ég er að bíða eftir að nokkrarmyndatökur verði birtar í tímaritum. Svo var ég var að taka upp mitt fyrsta tískuvideo um daginn og hafði mjög gaman að því."Úr myndaþætti sem birtist í Nude Magazine.Þú hefur mikinn áhuga á tísku, hver eru þín uppáhalds tískutrend fyrir sumarið? „Að vera í hvítu frá toppi til táar, 60s áhrifin og Bomber jakkarnir."Íris Björk að störfum við að mynda götutískuna á LFW í febrúar.Áttu þér uppáhalds fatahönnuð? „Já, meðal annars eru Dolce and Gabbana, Alexander McQueen, Elie Saab, Meadham Kirchhoff, Jeremy Scott, Milla Snorrason, Kalda, Kron by KronKron, Hildur Yeoman og Jör by Guðmundur Jörundsson í uppáhaldi."Íris Björk.Íris heldur úti bloggsíðunni Curious þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í London.Irisbjork.comLjósmynd eftir Írisi.Mynd sem Íris tók fyrir coathanger.net á tískuvikunni í London.
Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp