Tíska og hönnun

Huginn Muninn: Vönduð snið og falleg smáatriði

MYNDIR/Kría Freysdóttir
Skyrtufyrirtækið Huginn Muninn tók þátt í Reykjavík Fashion Festival í fyrsta skipti í ár. Hönnun þeirra er virkilega góð viðbót við hátíðina og sýningin kom skemmtilega á óvart.

Hönnun Guðrúnar Guðjónsdóttur, klæðskerameistara, fyrir Huginn Muninn einkennist af nákvæmu handbragði og vandvirkni. Á RFF fengum við að sjá fallegan klæðnað fyrir bæði kynin, en hingað til höfum við bara séð herraskyrtur frá Huginn Muninn. Á sýningunni voru flestar fyrirsæturnar í skyrtum og buxum í stíl, þar sem vönduð snið, falleg smáatriði og fylgihlutir úr leðri voru áberandi.

Hér má skoða fleiri myndir.

MYNDIR/Kría Freysdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×