Reykjavík Fashion Festival hefst í kvöld Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. mars 2013 09:30 Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst formlega í kvöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina í Gyllta salnum á Hótel Borg að viðstöddum fjölda íslenskra og erlendra fjölmiðla, ásamt áhrifafólki úr tískuheiminum.Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri Coca-Cola Light á Íslandi mun við sama tilefni veita Ásgrími Má Friðrikssyni, útskriftarnema úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands, viðurkenningu. Hann var fenginn til að útfæra innsetningu á Reykjavik Fashion Festival í ár í samstarfi við þýsku sýningarhönnuðina frá Atelier Kontrast, sem styrkt er af Coca-Cola Light. Innsetningin verður til sýnis á aðaldegi RFF, laugardaginn 16. mars, í Hörpu.Verk Ásgríms ber nafnið HotAir og verður mjög áberandi í Hörpu á laugardaginn.Verkið verður mjög áberandi, en Ásgrímur segir hugmyndina hafa kviknað út frá því að fylla hvít form með sömu efnum og notuð eru við gerð fallhlífa, með lofti. Loftið gerir það að verkum að formin verða á stanslausri hreyfingu og innsetningin virkar lifandi.Ásgrímur Már, fatahönnuður.Rannveig er mjög spennt yfir verkefninu og segir það vera framhald af samstarfi sem Coca-Cola Light vann með íslenska tískumerkinu Shadow Creatures í fyrra. „Við viljum gera okkar besta til að styðja við bakið á íslenskri hönnun, en samstarfið við Shadow Creatures gekk vonum framar. Í þetta sinn fengum við þá hugmynd að gefa einum upprennandi hönnuði tækifæri á að láta ljós sitt skína á RFF. Þetta er alveg einstakt tækifæri fyrir ungan hönnuð, innsetningin verður mjög áberandi og á ekki eftir að fara fram hjá neinum. Að sjálfsögðu verður svo Coke Light á boðstólnum", segir Rannveig.Rannveig var sérstaklega ánægð með samstarfi Coca-Cola Light við Shadow Creatures og vill halda áfram að styrkja fatahönnun.www.rff.is RFF Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst formlega í kvöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina í Gyllta salnum á Hótel Borg að viðstöddum fjölda íslenskra og erlendra fjölmiðla, ásamt áhrifafólki úr tískuheiminum.Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri Coca-Cola Light á Íslandi mun við sama tilefni veita Ásgrími Má Friðrikssyni, útskriftarnema úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands, viðurkenningu. Hann var fenginn til að útfæra innsetningu á Reykjavik Fashion Festival í ár í samstarfi við þýsku sýningarhönnuðina frá Atelier Kontrast, sem styrkt er af Coca-Cola Light. Innsetningin verður til sýnis á aðaldegi RFF, laugardaginn 16. mars, í Hörpu.Verk Ásgríms ber nafnið HotAir og verður mjög áberandi í Hörpu á laugardaginn.Verkið verður mjög áberandi, en Ásgrímur segir hugmyndina hafa kviknað út frá því að fylla hvít form með sömu efnum og notuð eru við gerð fallhlífa, með lofti. Loftið gerir það að verkum að formin verða á stanslausri hreyfingu og innsetningin virkar lifandi.Ásgrímur Már, fatahönnuður.Rannveig er mjög spennt yfir verkefninu og segir það vera framhald af samstarfi sem Coca-Cola Light vann með íslenska tískumerkinu Shadow Creatures í fyrra. „Við viljum gera okkar besta til að styðja við bakið á íslenskri hönnun, en samstarfið við Shadow Creatures gekk vonum framar. Í þetta sinn fengum við þá hugmynd að gefa einum upprennandi hönnuði tækifæri á að láta ljós sitt skína á RFF. Þetta er alveg einstakt tækifæri fyrir ungan hönnuð, innsetningin verður mjög áberandi og á ekki eftir að fara fram hjá neinum. Að sjálfsögðu verður svo Coke Light á boðstólnum", segir Rannveig.Rannveig var sérstaklega ánægð með samstarfi Coca-Cola Light við Shadow Creatures og vill halda áfram að styrkja fatahönnun.www.rff.is
RFF Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög