Tískuheimurinn gæti lært ýmislegt af íslenskum fatahönnuðum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. mars 2013 09:30 Tískuvefurinn Fashionista.com birti grein í vikunni sem lofsamar hugsjónir og samstöðu íslenskra fatahönnuða. Jo Piazza, blaðamaður þar á bæ, var stödd hérlendis fyrir skömmmu þar sem hún fylgdist með Reykjavík fashion Festival og lét vel af dvölinni. Í greininni talar Piazza um sterka stöðu Íslendinga í kvenréttindabaráttunni og nefnir nokkrum sinnum að hér á landi hafi fyrsti kvenforseti heims verið kosinn. Hún er hrifin af sjálfstæði og sjálfsöryggi íslenskra kvenna og hvernig íslensk fatahönnun ýtir undir það. „Á Íslandi erum við konurnar mjög sjálfstæðar og ákveðnar. Við erum einfaldlega stoltar af því að vera konur", sagði Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth í samtali við hana, en hún segist hafa haft þá hugsun að leiðarljósi þegar hún hannaði línuna sem sýnd var á RFF.Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth.Elínrós Líndal og Katrín María Káradóttir, stofnendur ELLU, segjast hafa fengið nóg af skilaboðum úr tískuheiminum til kvenna um að þær væru ekki nógu grannar eða ungar. Þær ákváðu því að taka málin í sínar hendur og hófu að hanna fatnað fyrir konur á framabraut sem hafa ekkert til að skammast sín fyrir.Elínrós Líndal.Piazza var mikið baksviðs á RFF og segir að andúmsloftið hafi einkennst af sameiginlegri virðingu og kurteisi. Hlutum sem mætti vera meira af á stóru tískuvikunum. Greinina má lesa í heild sinni hér. RFF Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Tískuvefurinn Fashionista.com birti grein í vikunni sem lofsamar hugsjónir og samstöðu íslenskra fatahönnuða. Jo Piazza, blaðamaður þar á bæ, var stödd hérlendis fyrir skömmmu þar sem hún fylgdist með Reykjavík fashion Festival og lét vel af dvölinni. Í greininni talar Piazza um sterka stöðu Íslendinga í kvenréttindabaráttunni og nefnir nokkrum sinnum að hér á landi hafi fyrsti kvenforseti heims verið kosinn. Hún er hrifin af sjálfstæði og sjálfsöryggi íslenskra kvenna og hvernig íslensk fatahönnun ýtir undir það. „Á Íslandi erum við konurnar mjög sjálfstæðar og ákveðnar. Við erum einfaldlega stoltar af því að vera konur", sagði Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth í samtali við hana, en hún segist hafa haft þá hugsun að leiðarljósi þegar hún hannaði línuna sem sýnd var á RFF.Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth.Elínrós Líndal og Katrín María Káradóttir, stofnendur ELLU, segjast hafa fengið nóg af skilaboðum úr tískuheiminum til kvenna um að þær væru ekki nógu grannar eða ungar. Þær ákváðu því að taka málin í sínar hendur og hófu að hanna fatnað fyrir konur á framabraut sem hafa ekkert til að skammast sín fyrir.Elínrós Líndal.Piazza var mikið baksviðs á RFF og segir að andúmsloftið hafi einkennst af sameiginlegri virðingu og kurteisi. Hlutum sem mætti vera meira af á stóru tískuvikunum. Greinina má lesa í heild sinni hér.
RFF Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira