NBA: Kobe Bryant komst upp fyrir Wilt á öðrum fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2013 11:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Kobe Bryant leiddi Los Angeles Lakers til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að vera augljóslega að drepast í öðrum fætinum. Lakers vann þarna mikilvægan sigur því samkeppnisaðilarnir um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina, Dallas og Utah, unnu líka sína leiki. Kobe Bryant var með 19 stig og 14 stoðsendingar og hvíldi bara í 23 sekúndur í öllum leiknum þegar Los Angeles Lakers vann 103-98 útisigur á Sacramento Kings. Dwight Howard var með 24 stig og 15 fráköst, Steve Blake skoraði 15 stig og Pau Gasol var með 12 stig og 10 stoðsendingar. Steve Nash lék aðeins í 1 mínútur og 48 sekúndur áður en hann þurfti að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri. "Fóturinn er í tómu rugli en annars líður mér vel," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en fimmta stig hans í leiknum kom honum upp fyrir Wilt Chamberlain og í 4. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Randy Foye skoraði 26 stig fyrir Utah Jazz í 116-107 sigri á Brooklyn Nets. Mo Williams og Al Jefferson voru báðir með 20 stig en Utah vann þarna sinn fjórða leik í röð og er nú með sama árangur og Lakers í 8. - 9. sætinu. Utah er þó ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Dirk Nowitzki skoraði sigurkörfuna 2,9 sekúndum fyrir leikslok fyrir utan þriggja stiga línuna þegar Dallas Mavericks vann 100-98 endurkomusigur á Chicago Bulls. Dallas var 12 stigum undir í fjórða en Nowitzki skoraði átta síðustu stig leiksins og var hetja sinna manna. Dallas er einum og hálfum leik á eftir Utah og Lakers.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Atlanta Hawks - Orlando Magic 97-88 Philadelphia 76Ers - Charlotte Bobcats 100-92 Houston Rockets - Los Angeles Clippers 98-81 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 86-99 Milwaukee Bucks - Oklahoma City Thunder 99-109 Utah Jazz - Brooklyn Nets 116-107 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-112 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 98-103 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 125-98 NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Kobe Bryant leiddi Los Angeles Lakers til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að vera augljóslega að drepast í öðrum fætinum. Lakers vann þarna mikilvægan sigur því samkeppnisaðilarnir um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina, Dallas og Utah, unnu líka sína leiki. Kobe Bryant var með 19 stig og 14 stoðsendingar og hvíldi bara í 23 sekúndur í öllum leiknum þegar Los Angeles Lakers vann 103-98 útisigur á Sacramento Kings. Dwight Howard var með 24 stig og 15 fráköst, Steve Blake skoraði 15 stig og Pau Gasol var með 12 stig og 10 stoðsendingar. Steve Nash lék aðeins í 1 mínútur og 48 sekúndur áður en hann þurfti að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri. "Fóturinn er í tómu rugli en annars líður mér vel," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en fimmta stig hans í leiknum kom honum upp fyrir Wilt Chamberlain og í 4. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Randy Foye skoraði 26 stig fyrir Utah Jazz í 116-107 sigri á Brooklyn Nets. Mo Williams og Al Jefferson voru báðir með 20 stig en Utah vann þarna sinn fjórða leik í röð og er nú með sama árangur og Lakers í 8. - 9. sætinu. Utah er þó ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Dirk Nowitzki skoraði sigurkörfuna 2,9 sekúndum fyrir leikslok fyrir utan þriggja stiga línuna þegar Dallas Mavericks vann 100-98 endurkomusigur á Chicago Bulls. Dallas var 12 stigum undir í fjórða en Nowitzki skoraði átta síðustu stig leiksins og var hetja sinna manna. Dallas er einum og hálfum leik á eftir Utah og Lakers.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Atlanta Hawks - Orlando Magic 97-88 Philadelphia 76Ers - Charlotte Bobcats 100-92 Houston Rockets - Los Angeles Clippers 98-81 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 86-99 Milwaukee Bucks - Oklahoma City Thunder 99-109 Utah Jazz - Brooklyn Nets 116-107 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-112 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 98-103 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 125-98
NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira