Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 75-65 | 1-1 í einvíginu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2013 11:54 KR vann frábæran sigur, 75-65, á Keflavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með einvígið 1-1. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir gerði 19 stig fyrir KR og átti frábæran leik. Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins voru einu leikmenn Keflavíkur sem léku á pari en þær gerðu báðar 19 stig. Liðin voru bæði ákveðin í upphafi leiksins og ætluðu sér greinilega að selja sig dýrt í DHL-höllinni. KR-ingar voru skrefi á undan og sýndu lipra sóknartakta á köflum en liðið leiddi leikinn 20-19 eftir fyrsta leikhlutann. Keflvíkingar komu sterkar inn í annan leikhluta og voru fljótlega komnar yfir 26-23 og var liðið komið í takt við leikinn. KR-ingar hleyptu Keflvíkingum ekki langt undan sér og voru alltaf vel inn í leiknum. Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, átti frábæran annan leikhluta og réðu Keflvíkingar ekkert við hana undir körfunni. Staðan var síðan 42-37 í hálfleik og mátti búast við spennandi síðari hálfleik. Það tók Keflavík sex mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari hálfleiknum og þá hafði KR náð13 stiga forskoti 50-37. Skelfileg byrjun hjá Keflavík og KR nýtti sér það vel. KR-ingar héldu nokkuð vel út leikhlutann og leiddu leikinn 58-48 fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. KR hélt áfram uppteknum hætti í upphafi fjórða leikhlutans og fundu hvað eftir annað lausnir á hápressuvörn Keflvíkinga en þegar þrjá mínútur voru liðnar af leikhlutanum var staðan 62-53 fyrir KR. Keflavík hóf þá að leika framliggjandi pressuvörn sem fór oft á tíðum með KR-inga og leikmenn liðsins tóku ítrekað rangar ákvarðanir. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 67-59 fyrir KR. Heimastúlkur héldu leikinn út og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur 75-65. Liðið hafa nú bæði unnið einn leik og því mikil spenna í einvíginu. Næsti leikur fer fram í Keflavík á föstudagskvöldið. Sigrún Sjöfn: Varnarvinnan var frábær í kvöld„Mér líður virkilega vel með þennan sigur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Það var mikilvægt fyrir okkur að verja heimavöllinn og síðan er ljóst að við þurfum að stela einum leik í Keflavík.“ „Við vorum að setja niður opin skot í kvöld sem var ekki að ganga upp hjá okkur í síðasta leik í Keflavík. Við vorum jákvæðar og ákveðnar í því sem við vorum að gera, það skilaði þessum sigri í kvöld.“ „Varnarvinnan var frábær hjá okkur í kvöld og allir leikmenn að leggja sitt af mörkum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigrúnu hér að ofan. Pálína: Þær vildu sigurinn miklu meira en við„Ég er auðvitað hundfúl en svona er úrslitakeppnin,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavík, eftir tapið í kvöld. „Núna er ekkert hægt að setja hausinn ofan í bringu, það er bara æfing á morgun og áfram gakk.“ „Við mætum bara ekki nægilega ákveðnar til leiks út í síðari hálfleikinn og hugarinn var einhverstaðar annarsstaðar en í þessu húsi.“ „KR-ingar vildu sigurinn greinilega miklu meira en við. Þær voru grimmari og fóru í öll fráköst.“ „Við þurfum að bæta varnarleik okkar fyrir föstudagskvöldið og mæta mun grimmari til leiks.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálínu með því að ýta hér. KR-Keflavík 75-65 (20-18, 22-19, 16-11, 17-17)KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Shannon McCallum 18/11 fráköst, Helga Einarsdóttir 15/7 fráköst/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Rannveig Ólafsdóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Anna María Ævarsdóttir 0, Salvör Ísberg 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Hafrún Hálfdánardóttir 0.Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/4 fráköst, Jessica Ann Jenkins 19, Sara Rún Hinriksdóttir 9/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0. Bein textalýsing frá DHL-höllinni í kvöld:Leik lokið: KR vinnur örugglega 75-65 og jafnar einvígið 1-1.39. mín | 72-61: KR er enn með fín tök á leiknum og virðast ætla sigla þessum sigri heim og jafna þar með einvígið.38. mín | 70-59: Frábær þriggja stiga karfa frá Sigrúnu Sjöfn Ámundardóttir sem kemur á besta tíma fyrir KR.35. mín | 62-56: Þessi pressuvörn frá Keflavík er að slá heimamenn útaf laginu og taka leikmenn KR nú ítrekað rangar ákvarðanir og missa í kjölfarið boltann.34. mín | 62-53: KR-ingar ætla sér ekki að láta þetta forskot frá sér og spila skynsamlega þessa stundina.32. mín | 60-53: Keflavík pressar KR virkilega hátt upp á völlinn og eru heimastúlkur stundum í vandræðum með að finna lausn á varnarleik þeirra. KR er samt sem áður enn með fín tök á leiknum.Bein textalýsing frá DHL-höllinni:3. leikhluta lokið: Þetta var svo sannarlega fjórðungur KR-inga sem leiða leikinn 58-48 fyrir lokaleikhlutann.29. mín | 56-45: Tvær körfur í röð frá Pálínu Gunnlaugsdóttir í Keflavík. Gríðarlega mikilvæg stig.28. mín | 56-41: Frábær leikhluti hjá KR sem hafa náð fimmtán stiga forskoti. Þetta lítur vel út fyrir heimamenn þessa stundina.26. mín | 50-39: Loksins skora Keflvíkingar eftir sex mínútur.24. mín | 48-37: Keflavík hefur ekki enn skorað stig í síðari hálfleiknum og eru KR-ingar að keyra yfir þær hér á upphafsmínútunum.22. mín | 44-37: KR byrjar síðari hálfleikinn betur og gera fyrstu tvö stig síðari hálfleiksins.Hálfleikur | 42-37: KR-ingar fara með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn og geta þær þakkað Helgu Einarsdóttir fyrir það en hún hefur gert 13 stig í leiknum.19. mín | 41-37: KR-ingar hafa sýnt virkilega fínan takta undir lok hálfleiksins og leiða nú leikinn með fjórum stigum.16. mín | 33-32: Helga Einarsdóttir hjá KR er að sýna frábæra takta á vellinum þessa stundina og ber sóknarleik KR-inga uppi. Staðan er 33-32 fyrir KR og hefur Helga gert níu stig.14. mín | 28-32: Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, hefur gert tíu stig fyrir gestina og er stigahæst á vellinum. Hún hefur komið sterk inn hér í öðrum leikhluta. Staðan er 32-28 fyrir Keflavík.12. mín | 23-26: Fín byrjun hjá Keflavík í öðrum leikhluta en þær eru strax komnar yfir 26-23.1. leikhluta lokið: Keflvík kom sterkt til baka undir lok fyrsta leikhlutans og var staðan 20-19 fyrir KR eftir tíu fyrstu mínútur leiksins.8. mín | 16-11: Björg Guðrún Einarsdóttir setur hér niður þrist fyrir KR og staðan er orðin 16-11 fyrir heimastúlkur.6. mín | 9-9: Keflvíkingar hafa jafnað metin 9-9.4. mín | 7-5: Fín byrjun á þessum leik en staðan er 7-5 fyrir KR en hér er hart barist.2. mín | 3-0: KR-ingar byrja leikinn vel og setja niður þrist í fyrstu sókn.Fyrir leik: Áhorfendur farnir að mæta í höllina, vonandi verður mætingin fín í kvöld. Þetta verður flottur leikur.Fyrir leik: Fyrri leikur liðanna fór 70-52 Keflavík ívil og var sigur þeirra nokkuð sannfærandi. Ef liðinu tekst að leggja KR af velli í kvöld er það aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum.Fyrir leik: KR er á heimavelli í kvöld og hafa þær staðið sig með prýði í undanförnum leikjum í DHL-höllinni.Fyrir leik: KR-ingar voru ekki parsáttir við varnarleik Keflvíkinga í síðasta leik og eiga væntanlega eftir að mæta brjálaðar til leiks í kvöld. Fyrir leik: Jæja þá er komið að öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en Keflavík vann leik eitt og leiðir því einvígið 1-0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
KR vann frábæran sigur, 75-65, á Keflavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með einvígið 1-1. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir gerði 19 stig fyrir KR og átti frábæran leik. Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins voru einu leikmenn Keflavíkur sem léku á pari en þær gerðu báðar 19 stig. Liðin voru bæði ákveðin í upphafi leiksins og ætluðu sér greinilega að selja sig dýrt í DHL-höllinni. KR-ingar voru skrefi á undan og sýndu lipra sóknartakta á köflum en liðið leiddi leikinn 20-19 eftir fyrsta leikhlutann. Keflvíkingar komu sterkar inn í annan leikhluta og voru fljótlega komnar yfir 26-23 og var liðið komið í takt við leikinn. KR-ingar hleyptu Keflvíkingum ekki langt undan sér og voru alltaf vel inn í leiknum. Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, átti frábæran annan leikhluta og réðu Keflvíkingar ekkert við hana undir körfunni. Staðan var síðan 42-37 í hálfleik og mátti búast við spennandi síðari hálfleik. Það tók Keflavík sex mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari hálfleiknum og þá hafði KR náð13 stiga forskoti 50-37. Skelfileg byrjun hjá Keflavík og KR nýtti sér það vel. KR-ingar héldu nokkuð vel út leikhlutann og leiddu leikinn 58-48 fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. KR hélt áfram uppteknum hætti í upphafi fjórða leikhlutans og fundu hvað eftir annað lausnir á hápressuvörn Keflvíkinga en þegar þrjá mínútur voru liðnar af leikhlutanum var staðan 62-53 fyrir KR. Keflavík hóf þá að leika framliggjandi pressuvörn sem fór oft á tíðum með KR-inga og leikmenn liðsins tóku ítrekað rangar ákvarðanir. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 67-59 fyrir KR. Heimastúlkur héldu leikinn út og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur 75-65. Liðið hafa nú bæði unnið einn leik og því mikil spenna í einvíginu. Næsti leikur fer fram í Keflavík á föstudagskvöldið. Sigrún Sjöfn: Varnarvinnan var frábær í kvöld„Mér líður virkilega vel með þennan sigur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Það var mikilvægt fyrir okkur að verja heimavöllinn og síðan er ljóst að við þurfum að stela einum leik í Keflavík.“ „Við vorum að setja niður opin skot í kvöld sem var ekki að ganga upp hjá okkur í síðasta leik í Keflavík. Við vorum jákvæðar og ákveðnar í því sem við vorum að gera, það skilaði þessum sigri í kvöld.“ „Varnarvinnan var frábær hjá okkur í kvöld og allir leikmenn að leggja sitt af mörkum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigrúnu hér að ofan. Pálína: Þær vildu sigurinn miklu meira en við„Ég er auðvitað hundfúl en svona er úrslitakeppnin,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavík, eftir tapið í kvöld. „Núna er ekkert hægt að setja hausinn ofan í bringu, það er bara æfing á morgun og áfram gakk.“ „Við mætum bara ekki nægilega ákveðnar til leiks út í síðari hálfleikinn og hugarinn var einhverstaðar annarsstaðar en í þessu húsi.“ „KR-ingar vildu sigurinn greinilega miklu meira en við. Þær voru grimmari og fóru í öll fráköst.“ „Við þurfum að bæta varnarleik okkar fyrir föstudagskvöldið og mæta mun grimmari til leiks.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálínu með því að ýta hér. KR-Keflavík 75-65 (20-18, 22-19, 16-11, 17-17)KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Shannon McCallum 18/11 fráköst, Helga Einarsdóttir 15/7 fráköst/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Rannveig Ólafsdóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Anna María Ævarsdóttir 0, Salvör Ísberg 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Hafrún Hálfdánardóttir 0.Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/4 fráköst, Jessica Ann Jenkins 19, Sara Rún Hinriksdóttir 9/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0. Bein textalýsing frá DHL-höllinni í kvöld:Leik lokið: KR vinnur örugglega 75-65 og jafnar einvígið 1-1.39. mín | 72-61: KR er enn með fín tök á leiknum og virðast ætla sigla þessum sigri heim og jafna þar með einvígið.38. mín | 70-59: Frábær þriggja stiga karfa frá Sigrúnu Sjöfn Ámundardóttir sem kemur á besta tíma fyrir KR.35. mín | 62-56: Þessi pressuvörn frá Keflavík er að slá heimamenn útaf laginu og taka leikmenn KR nú ítrekað rangar ákvarðanir og missa í kjölfarið boltann.34. mín | 62-53: KR-ingar ætla sér ekki að láta þetta forskot frá sér og spila skynsamlega þessa stundina.32. mín | 60-53: Keflavík pressar KR virkilega hátt upp á völlinn og eru heimastúlkur stundum í vandræðum með að finna lausn á varnarleik þeirra. KR er samt sem áður enn með fín tök á leiknum.Bein textalýsing frá DHL-höllinni:3. leikhluta lokið: Þetta var svo sannarlega fjórðungur KR-inga sem leiða leikinn 58-48 fyrir lokaleikhlutann.29. mín | 56-45: Tvær körfur í röð frá Pálínu Gunnlaugsdóttir í Keflavík. Gríðarlega mikilvæg stig.28. mín | 56-41: Frábær leikhluti hjá KR sem hafa náð fimmtán stiga forskoti. Þetta lítur vel út fyrir heimamenn þessa stundina.26. mín | 50-39: Loksins skora Keflvíkingar eftir sex mínútur.24. mín | 48-37: Keflavík hefur ekki enn skorað stig í síðari hálfleiknum og eru KR-ingar að keyra yfir þær hér á upphafsmínútunum.22. mín | 44-37: KR byrjar síðari hálfleikinn betur og gera fyrstu tvö stig síðari hálfleiksins.Hálfleikur | 42-37: KR-ingar fara með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn og geta þær þakkað Helgu Einarsdóttir fyrir það en hún hefur gert 13 stig í leiknum.19. mín | 41-37: KR-ingar hafa sýnt virkilega fínan takta undir lok hálfleiksins og leiða nú leikinn með fjórum stigum.16. mín | 33-32: Helga Einarsdóttir hjá KR er að sýna frábæra takta á vellinum þessa stundina og ber sóknarleik KR-inga uppi. Staðan er 33-32 fyrir KR og hefur Helga gert níu stig.14. mín | 28-32: Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, hefur gert tíu stig fyrir gestina og er stigahæst á vellinum. Hún hefur komið sterk inn hér í öðrum leikhluta. Staðan er 32-28 fyrir Keflavík.12. mín | 23-26: Fín byrjun hjá Keflavík í öðrum leikhluta en þær eru strax komnar yfir 26-23.1. leikhluta lokið: Keflvík kom sterkt til baka undir lok fyrsta leikhlutans og var staðan 20-19 fyrir KR eftir tíu fyrstu mínútur leiksins.8. mín | 16-11: Björg Guðrún Einarsdóttir setur hér niður þrist fyrir KR og staðan er orðin 16-11 fyrir heimastúlkur.6. mín | 9-9: Keflvíkingar hafa jafnað metin 9-9.4. mín | 7-5: Fín byrjun á þessum leik en staðan er 7-5 fyrir KR en hér er hart barist.2. mín | 3-0: KR-ingar byrja leikinn vel og setja niður þrist í fyrstu sókn.Fyrir leik: Áhorfendur farnir að mæta í höllina, vonandi verður mætingin fín í kvöld. Þetta verður flottur leikur.Fyrir leik: Fyrri leikur liðanna fór 70-52 Keflavík ívil og var sigur þeirra nokkuð sannfærandi. Ef liðinu tekst að leggja KR af velli í kvöld er það aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum.Fyrir leik: KR er á heimavelli í kvöld og hafa þær staðið sig með prýði í undanförnum leikjum í DHL-höllinni.Fyrir leik: KR-ingar voru ekki parsáttir við varnarleik Keflvíkinga í síðasta leik og eiga væntanlega eftir að mæta brjálaðar til leiks í kvöld. Fyrir leik: Jæja þá er komið að öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en Keflavík vann leik eitt og leiðir því einvígið 1-0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira