Árni Páll hefur litla trú á hugmyndum Framsóknarflokksins Boði Logason skrifar 23. apríl 2013 15:10 Frambjóðendur samankomnir í Hörpu í dag. Mynd/ Íslandsbanki. „Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum. Kosningar 2013 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum.
Kosningar 2013 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira