Skúli Freyr féll á lyfjaprófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2013 09:53 Skúli Freyr Sigurðsson Mynd/IA.is Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson
Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01