Raungengi krónunnar það hæsta frá hruni 8. maí 2013 07:55 Í apríl síðastliðnum hækkaði raungengi íslensku krónunnar um 5,3% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 81 stigi, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessa miklu hækkun á raungenginu nú má nánast að öllu leyti rekja til hækkunar á nafngengi krónunnar um 5,2% á milli mars og apríl m.v. vísitölu meðalgengis. Líkt og búast mátti við þá voru verðlagsáhrifin lítil, enda hækkaði vísitala neysluverðs um 0,2% á milli mars og apríl sem svipar til þeirrar verðlagsbreytingar sem er að jafnaði í okkar helstu viðskiptalöndum. Tölur um raungengi krónunnar má sjá i gögnum sem Seðlabanki Íslands birti í gær. Hækkandi raungengi getur verið nokkuð tvíbent sverð fyrir íslenskt hagkerfi um þessar mundir. Þörf er á verulegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyris til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Hærra raungengi rýrir samkeppnisstöðu útflutningsgreina og eykur innflutta neyslu, hvort sem er í formi utanlandsferða eða meiri kaupa á innfluttum varningi. Ef raungengi hækkar verulega til viðbótar gætu þessi áhrif farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyrisútflæðis og veikari krónu. Sígandi lukka er því best í þessum efnum, frekar en raungengið styrkist hratt á meðan enn eru gjaldeyrishöft og ekki hefur verið rekið smiðshöggið á uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, endurfjármögnun skuldabréfa Landsbankans og fleiri mál sem talin eru forsenda þess að hægt sé að aflétta höftunum. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Í apríl síðastliðnum hækkaði raungengi íslensku krónunnar um 5,3% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 81 stigi, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessa miklu hækkun á raungenginu nú má nánast að öllu leyti rekja til hækkunar á nafngengi krónunnar um 5,2% á milli mars og apríl m.v. vísitölu meðalgengis. Líkt og búast mátti við þá voru verðlagsáhrifin lítil, enda hækkaði vísitala neysluverðs um 0,2% á milli mars og apríl sem svipar til þeirrar verðlagsbreytingar sem er að jafnaði í okkar helstu viðskiptalöndum. Tölur um raungengi krónunnar má sjá i gögnum sem Seðlabanki Íslands birti í gær. Hækkandi raungengi getur verið nokkuð tvíbent sverð fyrir íslenskt hagkerfi um þessar mundir. Þörf er á verulegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyris til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Hærra raungengi rýrir samkeppnisstöðu útflutningsgreina og eykur innflutta neyslu, hvort sem er í formi utanlandsferða eða meiri kaupa á innfluttum varningi. Ef raungengi hækkar verulega til viðbótar gætu þessi áhrif farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyrisútflæðis og veikari krónu. Sígandi lukka er því best í þessum efnum, frekar en raungengið styrkist hratt á meðan enn eru gjaldeyrishöft og ekki hefur verið rekið smiðshöggið á uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, endurfjármögnun skuldabréfa Landsbankans og fleiri mál sem talin eru forsenda þess að hægt sé að aflétta höftunum.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira