Bankahólfið: Hógværir 14. maí 2008 00:01 Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira