Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 12:52 Lýður Guðmundsson með Almari Möller, lögmanni hjá Mörkinni. Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðssonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Nýja Kaupþings, við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Nýja Kaupþing kærði málið, en Helgi segir að eftirlitsaðilar, Fyrirtækjaskrá, Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirlitið, hafi í engu brugðist við þegar fulltrúar bankans gerðu athugasemdir við framkvæmd hlutafjáraukningarinnar þegar hún átti sér stað. „Þeim fannst þetta greinilega ekkert athugavert," sagði Helgi. Helgi tók fram að hann hefði ekkert út á tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár, sem einnig er ákært fyrir, að setja, einungis gjörninginn sjálfan: að greiða einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem sækir málið sjálfur, vakti athygli á því að Helgi hefði verið verjandi tveggja sakborninga á rannsóknarstigi málsins, sem síðan hefðu ekki verið ákærðir; þeirra Erlends Hjaltasonar, fyrrverandi forstjóra Existu, og Hildar Árnadóttur endurskoðanda. Ólafur sagði frá því að upp hefðu komið efasemdir um að Helgi væri hæfur til að sinna verjendastörfum í málinu enda kynni hann að verða kallaður fyrir sem vitni. Því hafi Helgi þá hafnað og sagt að hann vissi ekkert um málið sem kallaði á að hann yrði leiddur sem vitni. Annað hefur nú komið á daginn. Helgi er fjórði starfsmaður Nýja Kaupþings sem ber vitni í málinu. Áður höfðu Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri í bankanum, og lögfræðingurinn Reginn Mogensen, gefið skýrslu. Allir voru fjórmenningarnir sammála um að málið hefði horft mjög undarlega við starfsmönnum Nýja Kaupþings og að svo hafi virst sem hlutafjáraukningin væri til þess eins ætluð að þynna út aðra hluthafa. „Lögfræðingi bankans þótti þetta strax mjög undarlegt og var í samskiptum við Fyrirtækjaskrá til að grafast fyrir um hvernig í ósköpunum stæði á að þetta hefði verið samþykkt," sagði fyrrverandi bankastjórinn Finnur. Nú er hádegishlé í réttarhöldunum. Þeim verður fram haldið klukkan 13.15. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðssonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Nýja Kaupþings, við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Nýja Kaupþing kærði málið, en Helgi segir að eftirlitsaðilar, Fyrirtækjaskrá, Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirlitið, hafi í engu brugðist við þegar fulltrúar bankans gerðu athugasemdir við framkvæmd hlutafjáraukningarinnar þegar hún átti sér stað. „Þeim fannst þetta greinilega ekkert athugavert," sagði Helgi. Helgi tók fram að hann hefði ekkert út á tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár, sem einnig er ákært fyrir, að setja, einungis gjörninginn sjálfan: að greiða einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem sækir málið sjálfur, vakti athygli á því að Helgi hefði verið verjandi tveggja sakborninga á rannsóknarstigi málsins, sem síðan hefðu ekki verið ákærðir; þeirra Erlends Hjaltasonar, fyrrverandi forstjóra Existu, og Hildar Árnadóttur endurskoðanda. Ólafur sagði frá því að upp hefðu komið efasemdir um að Helgi væri hæfur til að sinna verjendastörfum í málinu enda kynni hann að verða kallaður fyrir sem vitni. Því hafi Helgi þá hafnað og sagt að hann vissi ekkert um málið sem kallaði á að hann yrði leiddur sem vitni. Annað hefur nú komið á daginn. Helgi er fjórði starfsmaður Nýja Kaupþings sem ber vitni í málinu. Áður höfðu Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri í bankanum, og lögfræðingurinn Reginn Mogensen, gefið skýrslu. Allir voru fjórmenningarnir sammála um að málið hefði horft mjög undarlega við starfsmönnum Nýja Kaupþings og að svo hafi virst sem hlutafjáraukningin væri til þess eins ætluð að þynna út aðra hluthafa. „Lögfræðingi bankans þótti þetta strax mjög undarlegt og var í samskiptum við Fyrirtækjaskrá til að grafast fyrir um hvernig í ósköpunum stæði á að þetta hefði verið samþykkt," sagði fyrrverandi bankastjórinn Finnur. Nú er hádegishlé í réttarhöldunum. Þeim verður fram haldið klukkan 13.15.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50
Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26