Snýst ekki um kynjamisrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2013 11:22 „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49