Fasteignaviðskipti eru að stærstum hluta milli einstaklinga 3. maí 2013 10:53 Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru 73% viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á milli einstaklinga, eða samtals 984 kaupsamningar af þeim 1.341 kaupsamningum sem gerðir voru á tímabilinu í heildina. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að 18% samninganna, eða samtals 237 samningar, voru þess eðlis að fyrirtæki seldi einstaklingi íbúð og 5% samninganna voru á þá leið að einstaklingur seldi fyrirtæki íbúð eða 63 samningar á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Ofangreind gögn Þjóðskrárinnar, sem ná aftur til annars ársfjórðungs 2006, benda til þess að eðli markaðarunn nú sé svipaður því sem hann var fyrir hrun hvað mótaðila í viðskiptum varðar. Þannig voru 74% viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á milli einstaklinga á 2,5 ára tímabilinu fyrir hrun. Er þetta mjög viðlíka stöðunni í dag. Þá voru 18% samninga þar sem fyrirtæki seldi einstaklingum og 5% þar sem einstaklingur seldi fyrirtæki. Þetta eru sömu hlutföll og mældust fyrir fyrsta ársfjórðung í ár. Þegar þróunin frá upphafi árs 2006 er skoðuð eru það helst síðasti ársfjórðungur ársins 2008 og fyrstu tveir ársfjórðungar ársins 2009 sem skera sig úr þ.e. tímabil hrunsins sjálfs og mánuðirnir rétt á eftir. Þá hækkaði hlutfall þeirra viðskipta þar sem einstaklingur selur fyrirtæki umtalsvert og fór það upp í 12% á síðasta ársfjórðungi 2008 og síðan var það 10% á fyrstu tveim ársfjórðungum ársins 2010 en almennt hefur þetta hlutfall verið um 5% á tímabilinu frá 2006. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru 73% viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á milli einstaklinga, eða samtals 984 kaupsamningar af þeim 1.341 kaupsamningum sem gerðir voru á tímabilinu í heildina. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að 18% samninganna, eða samtals 237 samningar, voru þess eðlis að fyrirtæki seldi einstaklingi íbúð og 5% samninganna voru á þá leið að einstaklingur seldi fyrirtæki íbúð eða 63 samningar á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Ofangreind gögn Þjóðskrárinnar, sem ná aftur til annars ársfjórðungs 2006, benda til þess að eðli markaðarunn nú sé svipaður því sem hann var fyrir hrun hvað mótaðila í viðskiptum varðar. Þannig voru 74% viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á milli einstaklinga á 2,5 ára tímabilinu fyrir hrun. Er þetta mjög viðlíka stöðunni í dag. Þá voru 18% samninga þar sem fyrirtæki seldi einstaklingum og 5% þar sem einstaklingur seldi fyrirtæki. Þetta eru sömu hlutföll og mældust fyrir fyrsta ársfjórðung í ár. Þegar þróunin frá upphafi árs 2006 er skoðuð eru það helst síðasti ársfjórðungur ársins 2008 og fyrstu tveir ársfjórðungar ársins 2009 sem skera sig úr þ.e. tímabil hrunsins sjálfs og mánuðirnir rétt á eftir. Þá hækkaði hlutfall þeirra viðskipta þar sem einstaklingur selur fyrirtæki umtalsvert og fór það upp í 12% á síðasta ársfjórðungi 2008 og síðan var það 10% á fyrstu tveim ársfjórðungum ársins 2010 en almennt hefur þetta hlutfall verið um 5% á tímabilinu frá 2006.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira