Bið eftir stjórnarmyndun reynir á taugarnar Karen Kjartansdóttir skrifar 2. maí 2013 12:02 Það blasir ekki við á þessari stundu hverjir munu mynda meirihluta. Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist. Kosningar 2013 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist.
Kosningar 2013 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira