Bið eftir stjórnarmyndun reynir á taugarnar Karen Kjartansdóttir skrifar 2. maí 2013 12:02 Það blasir ekki við á þessari stundu hverjir munu mynda meirihluta. Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist. Kosningar 2013 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist.
Kosningar 2013 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira