Laxá opnuð í ófærð og tvöföldu vatni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2013 07:45 Flottir urriðar við erfiðar aðstæður í Hofstaðaey. Mynd / Guðmundur Stefán Maríasson. "Það kom á þriðja tug fiska á morgunvaktinni," segir Guðmundur Stefán Maríasson, einn þeirra sem var í miklum vatnsflaumi við opnun urrriðasvæðanna í Laxá í Mývatnssveit í gær. "Það er mjög mikið vatn og má segja að það komi í veg fyrir að það sé eins mikil veiði og undanfarin ár," segir Guðmundur sem er að koma í fjórða skipti í röð á þessum árstima í Laxá. Stærsti fiskurinn í gær var 65 sentímetrar. Guðmundur segir urriðann vel haldinn. "Það er ekkert að fiskinum. Það er bara vatnsmagnið sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hvar hann er og fá hann til að taka," útskýrir hann. Snjórinn setur strik í veiðireikninginn þessa fyrstu daga á bökkum Laxár. "Brettingstaðir og Hamar eru lokaðir. Það er einfaldlega ófært þangað niður eftir," segir Guðmundur sem tekur þó fram að oft hafi verið kaldara í veðri í opnunni. "En þótt það sé hlýtt og gott er nánast enginn gróður og vorið er varla komið. Vatnið er mjög kalt og hátt í að vera tvöfalt miðað við venjulegt árferði en það er að byrja að sjatna," segir Guðmundur Stefán. Veiðin á urriðasvæðinu í Laxá í Laxárdal hefst í dag. Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði
"Það kom á þriðja tug fiska á morgunvaktinni," segir Guðmundur Stefán Maríasson, einn þeirra sem var í miklum vatnsflaumi við opnun urrriðasvæðanna í Laxá í Mývatnssveit í gær. "Það er mjög mikið vatn og má segja að það komi í veg fyrir að það sé eins mikil veiði og undanfarin ár," segir Guðmundur sem er að koma í fjórða skipti í röð á þessum árstima í Laxá. Stærsti fiskurinn í gær var 65 sentímetrar. Guðmundur segir urriðann vel haldinn. "Það er ekkert að fiskinum. Það er bara vatnsmagnið sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hvar hann er og fá hann til að taka," útskýrir hann. Snjórinn setur strik í veiðireikninginn þessa fyrstu daga á bökkum Laxár. "Brettingstaðir og Hamar eru lokaðir. Það er einfaldlega ófært þangað niður eftir," segir Guðmundur sem tekur þó fram að oft hafi verið kaldara í veðri í opnunni. "En þótt það sé hlýtt og gott er nánast enginn gróður og vorið er varla komið. Vatnið er mjög kalt og hátt í að vera tvöfalt miðað við venjulegt árferði en það er að byrja að sjatna," segir Guðmundur Stefán. Veiðin á urriðasvæðinu í Laxá í Laxárdal hefst í dag.
Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði