Kringlukastarinn Blake Jakobsson úr FH kastaði 57,30 metra á meistaramóti Vesturdeildar í frjálsum íþróttum sem fram fór í Austin í Bandaríkjunum um helgina.
Blake bætti sinn besta árangur um 2 cm og hafnaði í 5. sæti á mótinu. Árangurinn tryggði honum einnig sæti á bandaríska háskólameistaramótinu sem fer fram eftir tvær vkur.
Þá hefur kastarinn einnig tryggt sér sæti á Evrópumeistaramóti 20-22 ára sem fram fer í Finnlandi dagana 11. - 14. júlí.
Bæting og sæti á meistaramótinu tryggt
