Levi's leikvangurinn fær að hýsa Super Bowl 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2013 18:15 Mynd/NordicPhotos/Getty Forráðamenn NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum ákváðu í gær hvar Super Bowl leikirnir 2016 og 2017 fara fram en það voru borgirnar San Francisco og Houston sem hlutu hnossið að þessu sinni. San Francisco fékk leikinn eftir tæp þrjú ár en það verður einmitt fimmtugasti leikurinn um Ofurskálina frá upphafi. San Francisco er hýsa þennan stærsta íþróttakappleik í Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 1985 en leikurinn árið 2016 mun fara fram á nýjum heimavelli 49ers liðsins sem er í raun enn í byggingu. Sá mun heita Levi's Stadium og verður tekinn í notkun á næsta ári. Levi's leikvangurinn hafði betur í kosningu á móti Sun Life leikvanginum í Miami. Það voru eigendur NFL-liðanna sem kusu á milli þessara tveggja leikvanga. Völlurinn mun taka 68.500 áhorfendur en hann er í Santa Clara hverfinu í San Francisco sem er í miðju hins heimsfræga Sílikondals. San Francisco 49ers spilar heimaleiki sína í Candlestick Park og hefur gert það frá árinu 1971 en sá völlur er nær miðborginni. San Francisco 49ers vann síðasta Super Bowl sem var haldinn á þeirra heimavelli en liðið kláraði þá Miami Dolphins á Stanford Stadium árið 1985. Næstu tveir Super Bowl leikir fara fram í New Jersey í febrúar 2014 og í Glendale, Arizona árið 2015. Hér fyrir neðan má síðan sjá kynningarmynd á nýja Levi's leikvanginum. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Forráðamenn NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum ákváðu í gær hvar Super Bowl leikirnir 2016 og 2017 fara fram en það voru borgirnar San Francisco og Houston sem hlutu hnossið að þessu sinni. San Francisco fékk leikinn eftir tæp þrjú ár en það verður einmitt fimmtugasti leikurinn um Ofurskálina frá upphafi. San Francisco er hýsa þennan stærsta íþróttakappleik í Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 1985 en leikurinn árið 2016 mun fara fram á nýjum heimavelli 49ers liðsins sem er í raun enn í byggingu. Sá mun heita Levi's Stadium og verður tekinn í notkun á næsta ári. Levi's leikvangurinn hafði betur í kosningu á móti Sun Life leikvanginum í Miami. Það voru eigendur NFL-liðanna sem kusu á milli þessara tveggja leikvanga. Völlurinn mun taka 68.500 áhorfendur en hann er í Santa Clara hverfinu í San Francisco sem er í miðju hins heimsfræga Sílikondals. San Francisco 49ers spilar heimaleiki sína í Candlestick Park og hefur gert það frá árinu 1971 en sá völlur er nær miðborginni. San Francisco 49ers vann síðasta Super Bowl sem var haldinn á þeirra heimavelli en liðið kláraði þá Miami Dolphins á Stanford Stadium árið 1985. Næstu tveir Super Bowl leikir fara fram í New Jersey í febrúar 2014 og í Glendale, Arizona árið 2015. Hér fyrir neðan má síðan sjá kynningarmynd á nýja Levi's leikvanginum.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira