Kastkeppni á skemmtileikum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2013 18:24 Rétt handtök með flugustöngina eru mikilvæg í veiðinni en geta líka skemmt mönnum þótt vatn sé hvergi nærri. Mynd / Trausti Keppni í fluguköstum verður á skemmtileikum bak við Skautahöllina í Laugardal í fyrramálið. Nóg að koma með góða skapið. Í tilkynningu um skemmtileikana frá Hilmari Jónssyni flugukastkennara segir að keppt verði í lengdarköstum, hittni í mark og í að kasta í gegn um húllahringi. "Markmiðið er að allir þeir sem vilji komi saman og eigi skemmtilega stund þar sem fluguköst verða í forgrunni. Búnaður er á staðnum svo eina sem þarf er góða skapið og regnstakkur ef það ákveður að rigna á okkur," segir í tilkynningu Hilmars þar sem flottum vinningum fyrir fyrstu sætin og síðasta sætið líka. "Þátttaka er opin öllum þeim sem geta kastað með flugustöng, ungir, gamlir, konur, karlar! Ekkert þátttökugjald! Hlökkum til að sjá sem flesta," segir Hilmar. Skemmtileikarnir hefjast klukkan ellefu. Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði
Keppni í fluguköstum verður á skemmtileikum bak við Skautahöllina í Laugardal í fyrramálið. Nóg að koma með góða skapið. Í tilkynningu um skemmtileikana frá Hilmari Jónssyni flugukastkennara segir að keppt verði í lengdarköstum, hittni í mark og í að kasta í gegn um húllahringi. "Markmiðið er að allir þeir sem vilji komi saman og eigi skemmtilega stund þar sem fluguköst verða í forgrunni. Búnaður er á staðnum svo eina sem þarf er góða skapið og regnstakkur ef það ákveður að rigna á okkur," segir í tilkynningu Hilmars þar sem flottum vinningum fyrir fyrstu sætin og síðasta sætið líka. "Þátttaka er opin öllum þeim sem geta kastað með flugustöng, ungir, gamlir, konur, karlar! Ekkert þátttökugjald! Hlökkum til að sjá sem flesta," segir Hilmar. Skemmtileikarnir hefjast klukkan ellefu.
Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði