Lækka um fjórðung í Andakíl Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2013 07:45 Veiðin í Andakílsá hrundi í fyrra. Mynd/veidibok.is Stangaveiðifélag Akraness hefur lækkað verð á þeim leyfum sem félagið selur í Andakílsá um fjórðung. Þeir sem höfðu keypt leyfi fá mismuninn endurgreiddan. "Salan er einfaldlega alltof lítil," útskýrir Skúli Garðarsson, gjaldkeri Stangaveiðifélags Akraness, ákvörðun stjórnar félagsins um 25 prósent lækkun á verði þeirra leyfa sem félagið selur í Andakílsá. Félagið ræður yfir um fjórðungi leyfanna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur selur afganginn. Þar hefur ekki verið gripið til lækkana. Skúli segir að liðsmönnum Stangaveiðifélags Akraness hafi þegar gefist tækifæri til að kaupa leyfin í Andakíl á niðursetta verðinu. Undirtektir hafi verið mjög dræmar. Félagsmönnum sem höfðu keypt þau fáu leyfi sem seldust við úthlutun hafi þegar verið greiddur mismunurinn. "Félagið þarf einfaldlega að taka á sig tapið," svarar Skúli aðspurður hver sitji upp með skaðann. Lækkunin sé þó óumflýjanleg. "Einhvern veginn þurfum við að losna við þessi leyfi," segir hann. Veiðin í Andakílsá í fyrra var hreint hörmuleg. Sagt var frá því hér á Veiðivísi í byrjun október 2012 að heildarveiði sumarins hafi verið 83 laxar. Meðalveiði í ánni síðusta áratug er hins vegar 353 laxar. Árið 1998 var reyndar versta ár síðustu þriggja áratuga í Andakílsá. Þá veiddust 63 laxar. Stangaveiðifélag Akraness er auk Andakílsár með sölu á helmingi leyfanna í Fáskrúð,. Skúli segir söluna þar hafa gengið snöggtum betur þótt enn sé lausir dagar. Verð þar er óbreytt. Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Mjög gott í Langá Veiði Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði
Stangaveiðifélag Akraness hefur lækkað verð á þeim leyfum sem félagið selur í Andakílsá um fjórðung. Þeir sem höfðu keypt leyfi fá mismuninn endurgreiddan. "Salan er einfaldlega alltof lítil," útskýrir Skúli Garðarsson, gjaldkeri Stangaveiðifélags Akraness, ákvörðun stjórnar félagsins um 25 prósent lækkun á verði þeirra leyfa sem félagið selur í Andakílsá. Félagið ræður yfir um fjórðungi leyfanna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur selur afganginn. Þar hefur ekki verið gripið til lækkana. Skúli segir að liðsmönnum Stangaveiðifélags Akraness hafi þegar gefist tækifæri til að kaupa leyfin í Andakíl á niðursetta verðinu. Undirtektir hafi verið mjög dræmar. Félagsmönnum sem höfðu keypt þau fáu leyfi sem seldust við úthlutun hafi þegar verið greiddur mismunurinn. "Félagið þarf einfaldlega að taka á sig tapið," svarar Skúli aðspurður hver sitji upp með skaðann. Lækkunin sé þó óumflýjanleg. "Einhvern veginn þurfum við að losna við þessi leyfi," segir hann. Veiðin í Andakílsá í fyrra var hreint hörmuleg. Sagt var frá því hér á Veiðivísi í byrjun október 2012 að heildarveiði sumarins hafi verið 83 laxar. Meðalveiði í ánni síðusta áratug er hins vegar 353 laxar. Árið 1998 var reyndar versta ár síðustu þriggja áratuga í Andakílsá. Þá veiddust 63 laxar. Stangaveiðifélag Akraness er auk Andakílsár með sölu á helmingi leyfanna í Fáskrúð,. Skúli segir söluna þar hafa gengið snöggtum betur þótt enn sé lausir dagar. Verð þar er óbreytt.
Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Mjög gott í Langá Veiði Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði