Fótbolti

Gattuso verður næsti þjálfari Palermo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gattuso.
Gattuso. Nordicphotos/Getty

Gennaro Gattuso, fyrrum leikmaður AC Milan og ítalska landsliðsins, er búinn að finna sér nýtt starf.

Gattuso var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Sioan í Sviss. Hann mun nú taka við starfi þjálfara Palermo sem féll á dögunum í næstefstu deild.

„Ég kann vel að meta Gattuso og hann verður næsti þjálfari Palermo," sagði Maurizio Zamparini í útvarpsviðtali við Radio 2 á Ítalíu.

Zamparini er þekktur fyrir að skipta ört um þjálfara hjá liði sínu. Þrír fengu að taka pokann sinn á nýliðnu tímabili þar sem Palermo féll úr deildinni.

Gattuso þekkir það ágætlega að vinna fyrir óþolinmóða yfirmenn. Christian Constantin, forseti Sion, rak fimm þjálfara á síðustu leiktíð og hefur haft um 30 í starfi frá árinu 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×