Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Svavar Hávarðsson skrifar 16. júní 2013 22:48 Orri Vigfússon Norður-Atlantshafslaxverndarstofnunin (NASCO) hefur brugðist í stjórnun á stofnum villtra laxa. Þjóðum hefur um áratuga skeið verið mismunað. Þetta er mat Orra Vigfússonar, formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF). Grænlendingar eru að hefja laxveiðar í atvinnuskyni að nýju. Orri segir að í þrjátíu ár hafi NASCO reynt að viðhafa ólíka stjórnunarhætti þjóða á milli, eða „eina gerð af vísindum fyrir Grænland og Færeyjar en aðra gerð vísinda fyrir ríkar þjóðir eins og Noreg, Skotland, Írland og Kanada. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki gengið upp og mun aldrei gera það,“ segir Orri. Bill Taylor, forseti Samtaka um Atlantshafslaxinn (ASF), segir að nú sé sá tími kominn að Grænlendingar sætti sig ekki lengur við að takmarka veiðar sínar en horfi þess í stað upp á það ár eftir ár að fyrrnefnd lönd stundi ofveiðar á laxi og haldi áfram veiðum úr blönduðum stofnum. Vangeta NASCO til að hafa stjórn á veiðum Grænlendinga er sérstaklega mikið áfall fyrir bandarískan lax, en þar eru stofnar í sögulegu lágmarki og njóta verndar samkvæmt lögum um verndun tegunda í útrýmingarhættu, segir Taylor. „Þetta beinir athyglinni að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur ekki sinnt því að taka forystuna á síðastliðnum áratug. Flestir villilaxar sem eiga heimaslóð í bandarískum ám eru í þann veginn að deyja út,“ segir Orri. Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði
Norður-Atlantshafslaxverndarstofnunin (NASCO) hefur brugðist í stjórnun á stofnum villtra laxa. Þjóðum hefur um áratuga skeið verið mismunað. Þetta er mat Orra Vigfússonar, formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF). Grænlendingar eru að hefja laxveiðar í atvinnuskyni að nýju. Orri segir að í þrjátíu ár hafi NASCO reynt að viðhafa ólíka stjórnunarhætti þjóða á milli, eða „eina gerð af vísindum fyrir Grænland og Færeyjar en aðra gerð vísinda fyrir ríkar þjóðir eins og Noreg, Skotland, Írland og Kanada. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki gengið upp og mun aldrei gera það,“ segir Orri. Bill Taylor, forseti Samtaka um Atlantshafslaxinn (ASF), segir að nú sé sá tími kominn að Grænlendingar sætti sig ekki lengur við að takmarka veiðar sínar en horfi þess í stað upp á það ár eftir ár að fyrrnefnd lönd stundi ofveiðar á laxi og haldi áfram veiðum úr blönduðum stofnum. Vangeta NASCO til að hafa stjórn á veiðum Grænlendinga er sérstaklega mikið áfall fyrir bandarískan lax, en þar eru stofnar í sögulegu lágmarki og njóta verndar samkvæmt lögum um verndun tegunda í útrýmingarhættu, segir Taylor. „Þetta beinir athyglinni að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur ekki sinnt því að taka forystuna á síðastliðnum áratug. Flestir villilaxar sem eiga heimaslóð í bandarískum ám eru í þann veginn að deyja út,“ segir Orri.
Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði