Upptökur á Game of Thrones hefjast í júlí Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. júní 2013 12:51 Leikarinn Kit Harrington hefur heimsótt Ísland síðustu tvö ár. Ekki liggur fyrir hvort hann verður í föruneyti þáttanna að þessu sinni. Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu. Game of Thrones Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu.
Game of Thrones Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira