Nadal féll úr leik á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2013 20:40 Steve Darcis fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó. Tennis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó.
Tennis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira