Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2013 10:35 Vænn tarfur. Nú stefnir í að einhverjir sem fengu leyfi missi af lestinni. Nú stefnir í mikla örtröð á skotvöllum landsins. Þeir sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa að gangast undir skotpróf og fyrir síðustu helgi áttu 700 eftir að taka prófið. Síðasti dagur er á sunnudag. Í fyrra var veittur frestur en sú verður ekki raunin nú. Að sögn Steinars Rafns Beck Baldurssonar, hjá umhverfisstofnun, virðist þetta háttur Íslendinga, að draga allt fram á síðustu stundu. Þeir sem standast ekki skotpróf fyrir næstu mánaðamót fá staðfestingargjald vegna veiðileyfisins, 25% þess, ekki endurgreitt. „Þá eru þeir í raun búnir að missa leyfið," segir Steinar, og kemur þá til endurúthlutunar til þeirra sem eru á biðlista. Í ár var kvótinn 1227 dýr. Tímabilið hefst 15. júlí og endar 20. september. Á landinu er skráður 21 skotvöllur og þar stefnir í mikla riffilskothríð næstu daga. Í fyrra féllu 30 prósent þeirra sem tóku prófið í fyrstu tilraun. Steinar segir að menn, þeir sem hafa mætt, séu betur undirbúnir nú, en 20 prósenta fall er í fyrstu tilraun. Þá þurfa menn að taka prófið aftur og er tíminn naumur. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Fín veiði í Úlfljótsvatni Veiði
Nú stefnir í mikla örtröð á skotvöllum landsins. Þeir sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa að gangast undir skotpróf og fyrir síðustu helgi áttu 700 eftir að taka prófið. Síðasti dagur er á sunnudag. Í fyrra var veittur frestur en sú verður ekki raunin nú. Að sögn Steinars Rafns Beck Baldurssonar, hjá umhverfisstofnun, virðist þetta háttur Íslendinga, að draga allt fram á síðustu stundu. Þeir sem standast ekki skotpróf fyrir næstu mánaðamót fá staðfestingargjald vegna veiðileyfisins, 25% þess, ekki endurgreitt. „Þá eru þeir í raun búnir að missa leyfið," segir Steinar, og kemur þá til endurúthlutunar til þeirra sem eru á biðlista. Í ár var kvótinn 1227 dýr. Tímabilið hefst 15. júlí og endar 20. september. Á landinu er skráður 21 skotvöllur og þar stefnir í mikla riffilskothríð næstu daga. Í fyrra féllu 30 prósent þeirra sem tóku prófið í fyrstu tilraun. Steinar segir að menn, þeir sem hafa mætt, séu betur undirbúnir nú, en 20 prósenta fall er í fyrstu tilraun. Þá þurfa menn að taka prófið aftur og er tíminn naumur.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Fín veiði í Úlfljótsvatni Veiði