Sport

Putin til í að kaupa hring handa Kraft

Kraft og Putin er forsetinn stal hringnum. Hann er þarna með hann í hendinni. Putin stakk svo hringnum í vasann og lét sig hverfa.
Kraft og Putin er forsetinn stal hringnum. Hann er þarna með hann í hendinni. Putin stakk svo hringnum í vasann og lét sig hverfa.
Ein furðulegasta frétt síðustu vikna er sú að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hafi stolið Super Bowl-hring Roberts Kraft, eiganda New England Patriots, fyrir átta árum síðan.

Kraft sagðist ekki hafa mátt segja sannleikann í málinu á sínum tíma því það hefði getað haft slæm áhrif á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna.

Hann kom þú út úr skápnum með söguna um daginn. Sagði Putin hafa tekið hringinn hans, stungið honum í vasann og síðan látið sig hverfa. Kraft sagði síðar að hann hefði verið að grínast.

Putin segist ekkert muna eftir atvikinu né Kraft en er samt til í að bæta honum skaðann.

"Þessi hringur er mikill fjársjóður fyrir Kraft og félagið. Ég er því með hugmynd. Ég mun fá einhvern í að búa til glæsilegan hring handa honum sem mun ganga í erfðir. Það er líklega besta lausnin á þessi flókna, alþjóðlega vandamáli," sagði Putin.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×