Ótrúlegur fjöldi NFL-leikmanna kemst í kast við lögin 5. júlí 2013 13:30 Aaron Hernandez er líklega á leiðinni í steininn og mun þurfa að dúsa þar lengi. vísir/getty Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Frá því tímabilinu lauk í febrúar hafa 29 leikmenn í deildinni verið handteknir. Þá erum við að tala um alvarlegri glæp en að keyra of hratt. Nú síðast var Aaron Hernandez ákærður fyrir morð. Hann var lykilmaður í hinu sigursæla liði New England Patriots. Félagið er búið að reka hann frá félaginu. Vísir kíkti aðeins á helstu brot þeirra manna sem hafa komist í kast við lögin síðan í febrúar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en handtökur NFL-leikmanna frá aldamótum eru í kringum 650 talsins.29. júní: Joe Lefeged, Indianapolis Colts: Handtekinn fyrir að vera með óskráð skotvopn. Var stoppaður í bíl sínum í Washington.26. júní: Aaron Hernandez, New England Patriots: Ákærður fyrir að myrða Odin Lloyd. Rekinn frá félaginu.25. júní: Ausar Walcott, Cleveland Browns: Ákærður fyrir morðtilraun. Kýldi mann fyrir utan næturklúbb. Rekinn frá félaginu.10. júní: Adam "Pacman" Jones, Cincinnati Bengals: Handtekinn og settur í fangelsi fyrir að kýla konu á næturklúbbi.31. maí: Evan Rodriguez, Chicago Bears: Handtekinn fyrir að keyra of hratt, vera ölvaður og hafa ekið á öfugum vegarhelmingi. Rekinn frá félaginu.25. maí: Joe Morgan, New Orleans Saints: Keyrði ölvaður og var ekki með ökuleyfi.12. maí: Jason Peters, Philadelphia Eagles: Handtekinn fyrir að taka þátt í spyrnukeppni í íbúðarhverfi. Sýndi mótþróa við handtöku.10. maí: Titus Young, Detroit Lions: Handtekinn fyrir að brjótast inn í hús. Var handtekinn þrisvar sömu vikuna. Einnig fyrir að keyra ölvaður og síðan fyrir að reyna að stela bílnum sínum eftir að lögreglan hafði gert hann upptækan.8. maí: Corey McIntyre, án félags: Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á konunni sinni.29. apríl: Cliff Harris og Claude Davis, NY Jets: Handteknir fyrir að vera með marijúana.20. apríl: Ronnell Lewis, Detroit Lions: Þrjár ákærur eftir slagsmál á bar.17. apríl: Quentin Groves, Cleveland Browns: Handtekinn er lögreglan réðst til atlögu á vændishús.26. mars: Amari Spievey, Detroit Lions: Handtekinn fyrir líkamsárás. Grunaður um að hafa gengið í skrokk á barni sínu.9. mars: Quinton Carter, Denver Broncos: Handtekinn fyrir að reyna að svindla í spilavíti.18. febrúar: Da'Quan Bowers, Tampa Bay Buccaneers: Handtekinn á flugvelli fyrir að vera með skammbyssu í farangri sínum. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Frá því tímabilinu lauk í febrúar hafa 29 leikmenn í deildinni verið handteknir. Þá erum við að tala um alvarlegri glæp en að keyra of hratt. Nú síðast var Aaron Hernandez ákærður fyrir morð. Hann var lykilmaður í hinu sigursæla liði New England Patriots. Félagið er búið að reka hann frá félaginu. Vísir kíkti aðeins á helstu brot þeirra manna sem hafa komist í kast við lögin síðan í febrúar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en handtökur NFL-leikmanna frá aldamótum eru í kringum 650 talsins.29. júní: Joe Lefeged, Indianapolis Colts: Handtekinn fyrir að vera með óskráð skotvopn. Var stoppaður í bíl sínum í Washington.26. júní: Aaron Hernandez, New England Patriots: Ákærður fyrir að myrða Odin Lloyd. Rekinn frá félaginu.25. júní: Ausar Walcott, Cleveland Browns: Ákærður fyrir morðtilraun. Kýldi mann fyrir utan næturklúbb. Rekinn frá félaginu.10. júní: Adam "Pacman" Jones, Cincinnati Bengals: Handtekinn og settur í fangelsi fyrir að kýla konu á næturklúbbi.31. maí: Evan Rodriguez, Chicago Bears: Handtekinn fyrir að keyra of hratt, vera ölvaður og hafa ekið á öfugum vegarhelmingi. Rekinn frá félaginu.25. maí: Joe Morgan, New Orleans Saints: Keyrði ölvaður og var ekki með ökuleyfi.12. maí: Jason Peters, Philadelphia Eagles: Handtekinn fyrir að taka þátt í spyrnukeppni í íbúðarhverfi. Sýndi mótþróa við handtöku.10. maí: Titus Young, Detroit Lions: Handtekinn fyrir að brjótast inn í hús. Var handtekinn þrisvar sömu vikuna. Einnig fyrir að keyra ölvaður og síðan fyrir að reyna að stela bílnum sínum eftir að lögreglan hafði gert hann upptækan.8. maí: Corey McIntyre, án félags: Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á konunni sinni.29. apríl: Cliff Harris og Claude Davis, NY Jets: Handteknir fyrir að vera með marijúana.20. apríl: Ronnell Lewis, Detroit Lions: Þrjár ákærur eftir slagsmál á bar.17. apríl: Quentin Groves, Cleveland Browns: Handtekinn er lögreglan réðst til atlögu á vændishús.26. mars: Amari Spievey, Detroit Lions: Handtekinn fyrir líkamsárás. Grunaður um að hafa gengið í skrokk á barni sínu.9. mars: Quinton Carter, Denver Broncos: Handtekinn fyrir að reyna að svindla í spilavíti.18. febrúar: Da'Quan Bowers, Tampa Bay Buccaneers: Handtekinn á flugvelli fyrir að vera með skammbyssu í farangri sínum.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira