Sæmundur í Veiðivötnum Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2013 13:24 Við aðgerðakar í Veiðivötnum. Eins og sést eru þetta boltafiskar sem fást þar. Jón P. Guðjónsson veiðimaður er nýlega kominn úr Veiðivötnum ásamt vinum úr veiðifélaginu Sæmundi. Veiðivísir greindi frá fremur dræmri opnun á þessum sögufræga stað og fór þess á leit við Jón að hann segði af ferðinni. Þetta er 29. árið í röð sem þeir fara inn að Veiðivötnum með óbreytt lið, eða allt frá árinu 1984. En, það fer best á því að gefa Jóni orðið: "Við erum kannski ekki þeir sem menn myndu miða við ef verið er að tala um toppveiðitölur því síðari árin (áratugina) hefur ferðin snúist meira um frábæran félagskapinn hjá góðum vinum ásamt góðum viðurgjörningi í mat og drykk og ekki staðið við allan daginn eins og fyrstu árin. Oft höfum við þó veitt vel og stóra fiska, veiðin hefur farið mest í um 300 fiska á þessum þrem dögum og niður í þessa 8 sem við fengum núna. Reyndar hefðum við getað veitt helling af smábleikju sem ræður orðið ríkjum í sumum vatnanna en við gáfum okkur ekki tíma í það núna. Þó auðvitað eigi hvetja menn til að fara og moka henni upp til að reyna að sporna við fjölgun á þessum ágæta fiski sem hefur þann vafasama eiginleika að fjölga sér ótrúlega hratt og vera ofurfljót að aðalagast aðstæðum. Eins og sést víða inná hálendinu þar sem Bleikju var því miður sleppt á sínum tíma á Tungnársvæðinu - ekki samt á Veiðivatnasvæðinu - hálf gert unmhverfisslys. En við fengum semsagt 8 ágæta fiska stærst 2,2 kg þetta tíndist uppúr Breiðavatni, Litla Breiðavatni Litlasjó og Hraunvötnum. Og þessi ferð var eins góð og þær 28 sem við höfðum farið saman vinirnir og ég hlakka ótrúlega til ferðarinnar á næsta ári." Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði
Jón P. Guðjónsson veiðimaður er nýlega kominn úr Veiðivötnum ásamt vinum úr veiðifélaginu Sæmundi. Veiðivísir greindi frá fremur dræmri opnun á þessum sögufræga stað og fór þess á leit við Jón að hann segði af ferðinni. Þetta er 29. árið í röð sem þeir fara inn að Veiðivötnum með óbreytt lið, eða allt frá árinu 1984. En, það fer best á því að gefa Jóni orðið: "Við erum kannski ekki þeir sem menn myndu miða við ef verið er að tala um toppveiðitölur því síðari árin (áratugina) hefur ferðin snúist meira um frábæran félagskapinn hjá góðum vinum ásamt góðum viðurgjörningi í mat og drykk og ekki staðið við allan daginn eins og fyrstu árin. Oft höfum við þó veitt vel og stóra fiska, veiðin hefur farið mest í um 300 fiska á þessum þrem dögum og niður í þessa 8 sem við fengum núna. Reyndar hefðum við getað veitt helling af smábleikju sem ræður orðið ríkjum í sumum vatnanna en við gáfum okkur ekki tíma í það núna. Þó auðvitað eigi hvetja menn til að fara og moka henni upp til að reyna að sporna við fjölgun á þessum ágæta fiski sem hefur þann vafasama eiginleika að fjölga sér ótrúlega hratt og vera ofurfljót að aðalagast aðstæðum. Eins og sést víða inná hálendinu þar sem Bleikju var því miður sleppt á sínum tíma á Tungnársvæðinu - ekki samt á Veiðivatnasvæðinu - hálf gert unmhverfisslys. En við fengum semsagt 8 ágæta fiska stærst 2,2 kg þetta tíndist uppúr Breiðavatni, Litla Breiðavatni Litlasjó og Hraunvötnum. Og þessi ferð var eins góð og þær 28 sem við höfðum farið saman vinirnir og ég hlakka ótrúlega til ferðarinnar á næsta ári."
Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði