Sleggjukastarinn efnilegi Hilmar Jónsson náði frábærum árangri á Evrópumóti undir 19 ára á Ítalíu í dag en hann kastaði 71,85 og hafnaði hann því í 6. sæti keppninnar.
Hilmar er aðeins 17 ára gamall og hefur vakið töluverða athygli ytra en hann bætti sig mikið persónulega með kastinu og setti einnig nýtt Íslandsmet í Rieti á Ítalíu í dag.
Jón Sigurjónsson er faðir Hilmars og var einn fremsti sleggjukastari á landinu um árabil. Hann þarf því ekki að sækja hæfileikana langt.
Hilmar Jónsson bætti Íslandsmetið í sleggjukasti
Stefán Pálsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn