Hlaupararnir Carmelita Jeter frá Bandaríkjunum og Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíku strunsuðu út af blaðamannafundi í Mónakó fyrr í dag þegar blaðamaður hóf að spyrja þær út í lyfjamisnotkun.
Þær stöllur eru staddar í Monakó þar sem framundan er Demantamót í frjálsum íþróttum en þær vildi greinilega ekki svara neinum spurningum út í lyfjamisnotkun frjálsíþróttafólks.
Undanfarna daga hafa heimsþekktir frjálsíþróttamenn fallið á lyfjaprófi en þar má nefna spretthlauparann Tyson og Asafa Powell.
Carmelita Jeter hefur meðal annars orðið heims- og Ólympíumeistari en Shelly-Ann Fraser-Pryce er tvöfalur Ólympíumeistari.
Gengu útaf blaðamannafundi eftir spurningar um lyfjamisnotkun
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn






55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn

