Sessunautar fyrstir í mark í Þórsmörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 15:57 Örvar kom fyrstur í mark í Þórsmörk í dag. Hér er hann ásamt syni sínum Kára. Mynd/Eva Björk Örvar Steingrímsson kom, sá og sigraði í árlegu Laugavegshlaupi sem fram fór í dag. Örvar kom í mark fjórum mínútum á undan samstarfsmanni sínum hjá verkfræðistofunni Eflu.Örvar, sem tók þátt í hlaupinu í þriðja skipti, kom í mark á rúmum fjórum klukkustundum og fjörutíu og átta mínútum. Hann hefur bætt sig á milli ára og var afar ánægður í samtali við Vísi. „Þetta var bara algjör snilld. Það voru erfiðar aðstæður að hluta til því það var langur kafli með snjó við Hrafntinnusker," sagði Örvar sem bætti sig um fjórtán mínútur frá því í fyrra. „Svo var smá mótvindur og rigning sem hafði reyndar ágætis áhrif á mig undir lokin. Þá var manni ekki svo heitt í lokin, þurfti ekki að drekka jafnmikið sem er gott fyrir magann," sagði Örvar. Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar og voru 306 keppendur skráðir til leiks í ár. Þar af voru 125 erlendir þátttakendur. Fjórum mínútum á eftir Örvari í mark var Guðni Páll Pálsson. Svo skemmtilega vill til að Guðni og Örvar starfa saman á verkfræðistofu í bænum. „Við hlupum þetta að stærstum hluta saman. Það var ekki fyrr en átta kílómetrar voru eftir að ég gaf aðeins í og það slitnaði í sundur. Það var gott að geta spjallað við hann allan tímann." Aðspurður hvernig skrokkurinn væri eftir hlaupið sagði Örvar: „Hann er bara fínn. Maður er auðvitað þreyttur en annars er allt í góðu. Það var seyðingur aftan í læri seinustu kílómetrana en þetta er bara fínt." Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
Örvar Steingrímsson kom, sá og sigraði í árlegu Laugavegshlaupi sem fram fór í dag. Örvar kom í mark fjórum mínútum á undan samstarfsmanni sínum hjá verkfræðistofunni Eflu.Örvar, sem tók þátt í hlaupinu í þriðja skipti, kom í mark á rúmum fjórum klukkustundum og fjörutíu og átta mínútum. Hann hefur bætt sig á milli ára og var afar ánægður í samtali við Vísi. „Þetta var bara algjör snilld. Það voru erfiðar aðstæður að hluta til því það var langur kafli með snjó við Hrafntinnusker," sagði Örvar sem bætti sig um fjórtán mínútur frá því í fyrra. „Svo var smá mótvindur og rigning sem hafði reyndar ágætis áhrif á mig undir lokin. Þá var manni ekki svo heitt í lokin, þurfti ekki að drekka jafnmikið sem er gott fyrir magann," sagði Örvar. Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar og voru 306 keppendur skráðir til leiks í ár. Þar af voru 125 erlendir þátttakendur. Fjórum mínútum á eftir Örvari í mark var Guðni Páll Pálsson. Svo skemmtilega vill til að Guðni og Örvar starfa saman á verkfræðistofu í bænum. „Við hlupum þetta að stærstum hluta saman. Það var ekki fyrr en átta kílómetrar voru eftir að ég gaf aðeins í og það slitnaði í sundur. Það var gott að geta spjallað við hann allan tímann." Aðspurður hvernig skrokkurinn væri eftir hlaupið sagði Örvar: „Hann er bara fínn. Maður er auðvitað þreyttur en annars er allt í góðu. Það var seyðingur aftan í læri seinustu kílómetrana en þetta er bara fínt."
Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira