Þetta var erfiður hálftími Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 17:19 "Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Sjá meira
"Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Sjá meira