Veiðimenn óttast laxeldið Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2013 14:02 Þessir kátu karlar eru verulega ósáttir við atvinnuvegaráðherra og fyrirætlanir um eldi á norskun laxi við strendur landsins. Landssamband veiðifélaga varar við því að núverandi leyfakerfi til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins verði kollvarpað. Þetta kemur fram í harðorðri fréttatilkynningu sambandsins. Landsamband veiðifélaga hefur óskað eftir fundi með atvinnuvegaráðherra til að ræða þessi mál. Þá segir jafnframt að yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra í fjölmiðlum bendi til þess að nú eigi að láta undan þrýstingi fiskeldismanna og slaka á kröfum í umhverfismálum við leyfisveitingar. "Saga laxeldis við strendur Ísland ætti að vera stjórnvöldum og öðrum viðvörun um þá áhættu sem þessum atvinnuvegi er búin." Þá minnir Landssambandið á að þegar hrogn voru flutt inn frá Noregi á sínum tíma var gert samkomulag um að lax af norskum uppruna yrði aðeins alinn í eldisstöðvum á landi en ekki settur í sjó. "Þetta samkomulag hefur verið þverbrotið og nú virðist eiga að ganga lengra í þeim efnum. Landssamband Veiðifélaga telur fráleitt að hverfa frá því fyrirkomulagi sem nú er við lýði og felur í sér að álits sérfræðinga er aflað þegar Skipulagsstofnun metur hvort umhverfismats er þörf." Alrangt er sem haldið hefur verið fram að flókið leyfisferli standi laxeldi á Íslandi fyrir þrifum. "Það er fyrst og fremst hin miklu og mengandi áhrif laxeldis á umhverfið sem gerir það að verkum að nauðsynlegt er að gæta fyllstu varúðar," segir í tilkynningunni en undir hana ritar Óðinn Sigþórsson, formaður LV. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Landssamband veiðifélaga varar við því að núverandi leyfakerfi til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins verði kollvarpað. Þetta kemur fram í harðorðri fréttatilkynningu sambandsins. Landsamband veiðifélaga hefur óskað eftir fundi með atvinnuvegaráðherra til að ræða þessi mál. Þá segir jafnframt að yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra í fjölmiðlum bendi til þess að nú eigi að láta undan þrýstingi fiskeldismanna og slaka á kröfum í umhverfismálum við leyfisveitingar. "Saga laxeldis við strendur Ísland ætti að vera stjórnvöldum og öðrum viðvörun um þá áhættu sem þessum atvinnuvegi er búin." Þá minnir Landssambandið á að þegar hrogn voru flutt inn frá Noregi á sínum tíma var gert samkomulag um að lax af norskum uppruna yrði aðeins alinn í eldisstöðvum á landi en ekki settur í sjó. "Þetta samkomulag hefur verið þverbrotið og nú virðist eiga að ganga lengra í þeim efnum. Landssamband Veiðifélaga telur fráleitt að hverfa frá því fyrirkomulagi sem nú er við lýði og felur í sér að álits sérfræðinga er aflað þegar Skipulagsstofnun metur hvort umhverfismats er þörf." Alrangt er sem haldið hefur verið fram að flókið leyfisferli standi laxeldi á Íslandi fyrir þrifum. "Það er fyrst og fremst hin miklu og mengandi áhrif laxeldis á umhverfið sem gerir það að verkum að nauðsynlegt er að gæta fyllstu varúðar," segir í tilkynningunni en undir hana ritar Óðinn Sigþórsson, formaður LV.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði