Hilmar Örn Jónsson, kastari úr ÍR, hafnaði í 25. sæti af 34 keppendum í undankeppni kúluvarps á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Donetsk í morgun.
Hilmar Örn kastaði 5 kg kúlunni 17,86 metra sem er hans besti árangur utanhúss. Hann átti áður best 17,68 metra í greininni.
Hilmar Örn keppir í sleggjukasti á morgun.
Hilmar Örn bætti sig
Tengdar fréttir
Hilmar Örn ríður á vaðið
Heimsmeistaramót 17 ára og yngri í frjálsíþróttum hefst í Donetsk í Úkraínu í dag en Ísland á þrjá keppendur á mótinu.