Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun að styrkja Afrekssjóð ÍSÍ aukalega um tvær milljónir króna árlega fram að Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.
Fram kemur í tilkynningu forsætisráðuneytis að peningurinn sé ætlaður til að styðja við Anítu Hinriksdóttur, nýkrýndan heims- og Evrópumeistara ungmenna í 800 m hlaupi.
Aukafjárveitingin verður samtals átta milljónir en Aníta verður tvítug þegar að Ólympíuleikarnir fara fram í Ríó.
„Má telja að að nú sem aldrei fyrr sé mikilvægt að auka fjárhagslegan stuðning íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ. Afreksíþróttastarf er kostnaðarsamt og mikilvægt að styðja við bakið á Anítu svo hún geti helgað sig æfingum og keppni til undirbúnings þátttöku á alþjóðlegum stórmótum,“ segir í tilkynningunni.
Úthlutanir Afrekssjóðs ÍSÍ eru fyrst og fremst ætlaðar til að endurgreiða afreksíþróttamönnum sem fá úthlutað úr sjóðnum útlagðan kostnað í tengslum við æfinga- og keppnisferðir. Íþróttamenn geta ekki notað úthlutanir fyrir eigið uppihald, svo sem fyrir húsnæðis- og matarkostnað.
Enn sem komið er hafa yfirvöld á Íslandi ekki komið á fót launakerfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk, sem verða því að hafa í sig og á með öðrum leiðum en opinberum styrkjum.
Ríkissjóður styrkir Anítu um átta milljónir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti