Ólympíumeistari fær ekki einu sinni skóstyrk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2013 17:30 Greg Rutherford fagnar gulli sínu í London síðastliðið sumar. Nordicphotos/Getty Greg Rutherford, Ólympíumeistari karla í langstökki, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann landaði gullinu á heimavelli í London síðastliðið sumar. Á 46 mínútum upplifðu breskir íþróttaunnendur magnaða stund á Ólympíuleikvanginum í London síðastliðið sumar. Jessica Ennis stóðst pressuna í sjöþrautinni, Mo Farah kláraði 10 þúsund metra hlaupið og Rutherford vann nokkuð óvænt gull í langstökkinu. Á árinu sem nú er liðið frá kvöldinu ógleymanlega í augum Breta hafa Ennis og Farah verið stöðugt í kastljósi fjölmiðlana. Styrktaraðilar hafa barist um þau og er verðmæti styrktarsamninga þeirra talið nema 500-600 milljónum króna á mann.Verðlaunahafarnir þrír í langstökki á síðustu Ólympíuleikum.Nordicphotos/GettyLífið hefur verið öðruvísi hjá Rutherford. Englendingnum hefur ekkert gengið að afla sér styrkja á einu eða öðru formi. Raunar missti hann sinn aðalstyrktaraðila. Íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem framleiðir skóna sem Rutherford keppir í, hefur slitið samningi sínum við íþróttakappinn. „Ég held að vandamálið sé að Bretar unnu til 29 gullverðlaunahafa í London að frátöldum verðlaunahöfunum á Ólympíumóti fatlaðra auk þess sem fjárhagskreppan stendur enn yfir," segir Rutherford í ítarlegu viðtali við Guardian. Langstökkskeppnin hefur löngum verið eitt helsta aðdráttaraflið á Ólympíuleikunum. Því virðist með ólíkindum að Nike vilji ekki einu sinni styrkja gullverðlaunahafann í greininni. Rutherford segist reyna að taka því ekki persónulega að hvorki Nike né nokkur annar vilji styðja sig. „Þetta eru viðskipti," segir Rutherford sem reynir að ná samkomulagi við Nike þessa dagana. „Ég stekk í skóm frá þeim og fætur mínir eru vanir þeim. Það voru vonbrigði en hefur einnig breytt viðhorfi mínu. Nú ætla ég að sjá um þetta sjálfur," segir Rutherford sem er að opna fatalínuna GRavity. Upphafsstafirnir eru stórir því þeir vísa í upphafsstafi stökkvarans sem reynir að hafa betur í baráttu við þyngdaraflið.Rutherford fagnar gulli sínu á götum Lundúna.Nordicphotos/Getty„Fyrirtækið er gríðarleg fjárfesting fyrir mig og ég er að taka mikla áhættu. En það er líka gott að geta einbeitt sér að einhverju utan frjálsíþróttavallarins." Rutherford hefur verið þjakaður af meiðslum stóran hluta síns ferils og hið sama er uppi á teningnum núna. Hann missir af frjálsíþróttamóti í London um helgina af þeim sökum en reynir hvað hann getur að verða klár fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu í ágúst. Rutherford er lærður kaffiþjónn en vonast þó til þess að þurfa ekki að snúa sér að starfinu á næstunni. „Ég verð 29 ára árið 2016 (þegar Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram). Margir frábærir stökkvarar hafa stokkið fram undir fertugt," segir Rutherford og nefnir Dwight Phillips sem dæmi. Hann hafi verið nærri 34 ára afmælisdegi sínum þegar hann kom, sá og sigraði á HM í Daegu árið 2011. Phillips hafi einnig misst styrktaraðila í kjölfar Ólympíugulls árið 2004 en snúið sterkari til leiks. „Ég vonast til þess að leika það eftir." Frjálsar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
Greg Rutherford, Ólympíumeistari karla í langstökki, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann landaði gullinu á heimavelli í London síðastliðið sumar. Á 46 mínútum upplifðu breskir íþróttaunnendur magnaða stund á Ólympíuleikvanginum í London síðastliðið sumar. Jessica Ennis stóðst pressuna í sjöþrautinni, Mo Farah kláraði 10 þúsund metra hlaupið og Rutherford vann nokkuð óvænt gull í langstökkinu. Á árinu sem nú er liðið frá kvöldinu ógleymanlega í augum Breta hafa Ennis og Farah verið stöðugt í kastljósi fjölmiðlana. Styrktaraðilar hafa barist um þau og er verðmæti styrktarsamninga þeirra talið nema 500-600 milljónum króna á mann.Verðlaunahafarnir þrír í langstökki á síðustu Ólympíuleikum.Nordicphotos/GettyLífið hefur verið öðruvísi hjá Rutherford. Englendingnum hefur ekkert gengið að afla sér styrkja á einu eða öðru formi. Raunar missti hann sinn aðalstyrktaraðila. Íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem framleiðir skóna sem Rutherford keppir í, hefur slitið samningi sínum við íþróttakappinn. „Ég held að vandamálið sé að Bretar unnu til 29 gullverðlaunahafa í London að frátöldum verðlaunahöfunum á Ólympíumóti fatlaðra auk þess sem fjárhagskreppan stendur enn yfir," segir Rutherford í ítarlegu viðtali við Guardian. Langstökkskeppnin hefur löngum verið eitt helsta aðdráttaraflið á Ólympíuleikunum. Því virðist með ólíkindum að Nike vilji ekki einu sinni styrkja gullverðlaunahafann í greininni. Rutherford segist reyna að taka því ekki persónulega að hvorki Nike né nokkur annar vilji styðja sig. „Þetta eru viðskipti," segir Rutherford sem reynir að ná samkomulagi við Nike þessa dagana. „Ég stekk í skóm frá þeim og fætur mínir eru vanir þeim. Það voru vonbrigði en hefur einnig breytt viðhorfi mínu. Nú ætla ég að sjá um þetta sjálfur," segir Rutherford sem er að opna fatalínuna GRavity. Upphafsstafirnir eru stórir því þeir vísa í upphafsstafi stökkvarans sem reynir að hafa betur í baráttu við þyngdaraflið.Rutherford fagnar gulli sínu á götum Lundúna.Nordicphotos/Getty„Fyrirtækið er gríðarleg fjárfesting fyrir mig og ég er að taka mikla áhættu. En það er líka gott að geta einbeitt sér að einhverju utan frjálsíþróttavallarins." Rutherford hefur verið þjakaður af meiðslum stóran hluta síns ferils og hið sama er uppi á teningnum núna. Hann missir af frjálsíþróttamóti í London um helgina af þeim sökum en reynir hvað hann getur að verða klár fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu í ágúst. Rutherford er lærður kaffiþjónn en vonast þó til þess að þurfa ekki að snúa sér að starfinu á næstunni. „Ég verð 29 ára árið 2016 (þegar Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram). Margir frábærir stökkvarar hafa stokkið fram undir fertugt," segir Rutherford og nefnir Dwight Phillips sem dæmi. Hann hafi verið nærri 34 ára afmælisdegi sínum þegar hann kom, sá og sigraði á HM í Daegu árið 2011. Phillips hafi einnig misst styrktaraðila í kjölfar Ólympíugulls árið 2004 en snúið sterkari til leiks. „Ég vonast til þess að leika það eftir."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira