Flundra í Skorradalsvatni Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2013 13:21 Flundran er illa séð af veiðimönnum sem telja hana, meðal annars, bera ábyrgð á minnkandi sjóbleikjuveiði. "Haldiði ekki að þegar var verið að vitja um netin í morgun hérna hafi verið lifandi flundra (Platichthys flesus) í einu netinu," tilkynnti Pétur Davíðsson á Grund á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru. Pétur greinir frá því að flundra sé sjófiskur og er nýbúi í Andakílsá en hvernig hann komst í Skorradalsvatn er spurning og mikill leyndardómur. "Einu möguleikarnir eru 8 metra hár foss eða aðrennslipípan fyrir virkjunina. Báðir mjög fjarlægir möguleikar." Pétur segir að fulltrúi Veiðimálastofnunar sé búinn að sækja flundruna til rannsókna enda ekki gott ef hún kemst í stöðuvatn. Áhugamenn um stangveiði hafa illan bifur á flundrunni og tengja minnkandi veiði á sjóbleikju á Íslandi við strandhögg hennar hér við land. Flundra, sem er ný flatfisktegund, einnig kölluð ósakoli, fannst fyrst hér á landi árið 1999. Hún er byrjuð að hrygna hér við land og rannsóknir sýna að hún keppir við bleikjuna um vistsvæði. Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði
"Haldiði ekki að þegar var verið að vitja um netin í morgun hérna hafi verið lifandi flundra (Platichthys flesus) í einu netinu," tilkynnti Pétur Davíðsson á Grund á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru. Pétur greinir frá því að flundra sé sjófiskur og er nýbúi í Andakílsá en hvernig hann komst í Skorradalsvatn er spurning og mikill leyndardómur. "Einu möguleikarnir eru 8 metra hár foss eða aðrennslipípan fyrir virkjunina. Báðir mjög fjarlægir möguleikar." Pétur segir að fulltrúi Veiðimálastofnunar sé búinn að sækja flundruna til rannsókna enda ekki gott ef hún kemst í stöðuvatn. Áhugamenn um stangveiði hafa illan bifur á flundrunni og tengja minnkandi veiði á sjóbleikju á Íslandi við strandhögg hennar hér við land. Flundra, sem er ný flatfisktegund, einnig kölluð ósakoli, fannst fyrst hér á landi árið 1999. Hún er byrjuð að hrygna hér við land og rannsóknir sýna að hún keppir við bleikjuna um vistsvæði.
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði