Íslenski boltinn

Davíð Þór semur við FH til 2015

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Davíð Þór með stuðningsmönnum FH á góðri stundu.
Davíð Þór með stuðningsmönnum FH á góðri stundu.
Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ.

„Ég er ekki byrjaður að pakka ennþá. En maður þarf að huga að því," segir Davíð Þór í samtali við Vísi.

Miðjumaðurinn segir aðdragandann að félagaskiptunum ekki hafa verið langan.

„Þessi möguleiki kom upp og við fjölskyldan hugsuðum um þetta. Okkur leyst betur á þetta en að vera áfram úti," segir Davíð Þór sem átti eitt ár eftir af samningi sínum við danska félagið Vejle.

„Við komust að samkomulagi um að rifta samningnum. Það var gert í góðu," segir Davíð Þór en leiktímabilið er nýhafið í Danmörku.

„Við höfum æft í um einn og hálfan mánuð. Ég myndi segja að formið mitt væri nokkuð gott."

Davíð Þór er væntanlegur til landsins á föstudaginn. Á laugardaginn sækir FH ÍBV heim í Vestmannaeyjum í sannkölluðum Þjóðhátíðarslag.

„Ég ætti að ná æfingu á föstudaginn. Svo verður að koma í ljós hvort það sé eitthvað vit í að láta mig spila þann leik eða ekki. Heimir (Guðjónsson, þjálfari FH) ræður því."

Davíð Þór er uppalinn hjá FH og hefur leikið á annað hundrað leiki fyrir meistaraflokk félagsins.FH-ingar ætluðu að styrkja lið sitt í félagaskiptaglugganum og hafa svo sannarlega gert það.

Davíð Þór samdi við FH út leiktíðina árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×