„Sérstakt að þetta hafi gerst sama dag“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. ágúst 2013 15:15 Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur áratugalanga reynslu af flugi. mynd úr safni Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“ Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira