Bandaríkjamaðurinn Asthon Eaton kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi í tugþrautakeppninni á HM í frjálsum í Moskvu í dag.
Greinin var sú síðasta hjá tugþrautargörpunum á fyrri keppnisdeginum. Eaton hafði töluverða yfirburði í hlaupinu, kom í mark á 46,02 sekúndum, sem að skiluðu honum í efsta sætið í heildarkeppninni.
Eaton hefur 4.502 stig en landi hans, Gunnar Nixon, hefur 4.493 stig í öðru sæti. Nixon náði 7,8 metra löngu langstökki sem var lengsta stökk dagsins.
Michael Schrader frá Þýskalandi er í þriðja sæti með 4.427 stig. Þjóðverjinn náði sömuleiðis frábæru langstökki upp á 7,85 metra.
Heimsmet Eaton í greininni frá því síðasta sumar í Eugene í Oregon er 9.039 stig. Eaton bætti ekki árangur sinn í neinni af greinunum fimm í dag.
Stöðuna og árangur keppenda í einstökum greinum má sjá hér.
Eaton með nauma forystu í tugþrautinni eftir fyrri daginn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn