Aron Jóhannsson tjáir sig um ákvörðun sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 10:55 Mynd/Skjáskot Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson segir að það yrði draumur að komast á heimsmeistaramótið með landsliði Bandaríkjanna. Það hafi verið draumur hans síðastliðin fimmtán ár. Þetta segir Aron í viðtali við hollenska fjölmiðilinn RTV. Aron er spurður út í leikstíl sinn og viðureign AZ Alkmaar og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Þá snýr spyrillinn sér að þjóðerni Arons og spyr hvort honum finnist hann vera meiri Íslendingur eða Bandaríkjamaður. „Ég er sitt lítið af hvoru," segir Aron í viðtalinu sem er tekið á ensku. Aðspurður hvers vegna hann hafi kosið að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland segir Aron: „Ég vil helst ekki tala mikið um þetta. Ég kaus hins vegar að spila fyrir Bandaríkin og vonandi fæ ég mínar fyrstu mínútur með landsliðinu á miðvikudaginn," segir Aron. Sóknarmaðurinn hefur verið valinn í landslið Bandaríkjanna fyrir æfingaleik gegn Bosníu á miðvikudag. Enn á þó eftir að fást staðfesting frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu að Aron megi spila með Bandaríkjunum. Það er þó aðeins tímaspursmál. Hollenski blaðamaðurinn segir að væri hann hálfur Íslendingur og hálfur Kani teldi hann líkurnar meiri á því að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins með Bandaríkjunum. „Það gildir það sama um mig," segir Aron. „Mig hefur dreymt um að spila á HM síðan ég horfði fyrst á árið 1998. Möguleikarnir eru meiri með Bandaríkjunum og það yrði draumur að spila með Bandaríkjunum á HM."Viðtalið við Aron, sem er á sjónvarpsformi, má sjá með því að smella hér. Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00 "Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00 Ferill Arons í máli og myndum Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudaginn. 4. ágúst 2013 11:00 Búið að sækja um breytinguna fyrir Aron Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þess efnis að Aron Jóhannsson fái að spila með landsliði þjóðarinnar. 31. júlí 2013 00:54 Þúsund manns styðja Aron Ákvörðun Arons Jóhannssonar að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í stað þess íslenska hefur vakið mikla athygli hér á landi sem vestanhafs. 31. júlí 2013 10:32 Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00 Aron valinn í bandaríska landsliðið Aron Jóhannsson hefur verið valinn í landsliðshóp bandaríska landsliðsins í knattspyrnu en liðið leikur vináttuleik við Bosníu og Hersegóvínu þann 14. ágúst en leikurinn fer fram í Sarajevo. 5. ágúst 2013 15:14 Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson segir að það yrði draumur að komast á heimsmeistaramótið með landsliði Bandaríkjanna. Það hafi verið draumur hans síðastliðin fimmtán ár. Þetta segir Aron í viðtali við hollenska fjölmiðilinn RTV. Aron er spurður út í leikstíl sinn og viðureign AZ Alkmaar og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Þá snýr spyrillinn sér að þjóðerni Arons og spyr hvort honum finnist hann vera meiri Íslendingur eða Bandaríkjamaður. „Ég er sitt lítið af hvoru," segir Aron í viðtalinu sem er tekið á ensku. Aðspurður hvers vegna hann hafi kosið að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland segir Aron: „Ég vil helst ekki tala mikið um þetta. Ég kaus hins vegar að spila fyrir Bandaríkin og vonandi fæ ég mínar fyrstu mínútur með landsliðinu á miðvikudaginn," segir Aron. Sóknarmaðurinn hefur verið valinn í landslið Bandaríkjanna fyrir æfingaleik gegn Bosníu á miðvikudag. Enn á þó eftir að fást staðfesting frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu að Aron megi spila með Bandaríkjunum. Það er þó aðeins tímaspursmál. Hollenski blaðamaðurinn segir að væri hann hálfur Íslendingur og hálfur Kani teldi hann líkurnar meiri á því að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins með Bandaríkjunum. „Það gildir það sama um mig," segir Aron. „Mig hefur dreymt um að spila á HM síðan ég horfði fyrst á árið 1998. Möguleikarnir eru meiri með Bandaríkjunum og það yrði draumur að spila með Bandaríkjunum á HM."Viðtalið við Aron, sem er á sjónvarpsformi, má sjá með því að smella hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00 "Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00 Ferill Arons í máli og myndum Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudaginn. 4. ágúst 2013 11:00 Búið að sækja um breytinguna fyrir Aron Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þess efnis að Aron Jóhannsson fái að spila með landsliði þjóðarinnar. 31. júlí 2013 00:54 Þúsund manns styðja Aron Ákvörðun Arons Jóhannssonar að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í stað þess íslenska hefur vakið mikla athygli hér á landi sem vestanhafs. 31. júlí 2013 10:32 Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00 Aron valinn í bandaríska landsliðið Aron Jóhannsson hefur verið valinn í landsliðshóp bandaríska landsliðsins í knattspyrnu en liðið leikur vináttuleik við Bosníu og Hersegóvínu þann 14. ágúst en leikurinn fer fram í Sarajevo. 5. ágúst 2013 15:14 Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00
"Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. 3. ágúst 2013 21:00
Ferill Arons í máli og myndum Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudaginn. 4. ágúst 2013 11:00
Búið að sækja um breytinguna fyrir Aron Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þess efnis að Aron Jóhannsson fái að spila með landsliði þjóðarinnar. 31. júlí 2013 00:54
Þúsund manns styðja Aron Ákvörðun Arons Jóhannssonar að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í stað þess íslenska hefur vakið mikla athygli hér á landi sem vestanhafs. 31. júlí 2013 10:32
Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36
Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19
Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00
Aron valinn í bandaríska landsliðið Aron Jóhannsson hefur verið valinn í landsliðshóp bandaríska landsliðsins í knattspyrnu en liðið leikur vináttuleik við Bosníu og Hersegóvínu þann 14. ágúst en leikurinn fer fram í Sarajevo. 5. ágúst 2013 15:14
Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27