Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum.
Venus, sem tvívegis hefur unnið sigur á mótinu, hefur glímt við bakmeiðsli undanfarnar vikur sem kom niður á undirbúningi hennar fyrir mótið.
„Ég reyndi en hún spilaði einfaldlega vel. Hún lét vaða í hverju skoti og leikur minn var því miður ekki nógu stöðugur,“ hefur USA Today eftir Venus.
Lokatölurnar urðu 6-2, 2-6, 6-5 (7-5) en leikurinn tók rúmar þrjár klukkustundir. Hann er sá lengsti í kvennaflokki á mótinu í ár.
Mikið var klappað fyrir Venus eftir að úrslitin voru ljós. Í viðtali á vellinum byrjaði sú kínverska á að biðjast fyrirgefningar á að hafa slegið heimakonuna úr leik.
„Áður en ég segi nokkuð annað verð ég að segja: Fyrirgefið mér (innsk: fyrir að slá Venus úr leik.“
Leik í kvennaflokki verður framhaldið í dag.
Ballið búið hjá Venus

Tengdar fréttir

Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur
Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi.