Sport

Vill fá hundruðir milljóna frá "Jerry Maguire"

Terrell Owens.
Terrell Owens.
Einn helsti vandræðagemsinn í NFL-deildinni síðustu ár, Terrell Owens, er farinn í mál við fyrrum umboðsmann sinn, Drew Rosenhaus, en myndin Jerry Maguire er oft sögð vera byggð á hans ævi.

Owens vill fá 6.5 milljónir dollara, eða tæpar 800 milljónir króna, frá Rosenhaus og bróður hans fyrir svik og vanrækslu.

Rosenhaus ráðlagði Owens að setja peningana sína í hendir ráðgjafans Jeff Rubin sem nú hefur misst starfsleyfi sitt og má ekki koma nálægt íþróttamönnum.

Owens segir að Rubin hafi tapað 5 milljónum dollara, 600 milljónum króna, af hans fé og svo bætti hann einni og hálfri milljón dollara við kröfuna þar sem hann hefði getað hagnast um þá upphæð ef það hefði verið fjárfest skynsamlega fyrir þessa peninga.

Owens lék síðast í NFL-deildinni árið 2010 en hann er orðinn 39 ára gamall.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×