Sport

Sektaður um milljón fyrir að mæta í ólöglegum bol

RGIII mun ekki mæta aftur í þessum bol á æfingu. Það gæti orðið dýrt spaug.
RGIII mun ekki mæta aftur í þessum bol á æfingu. Það gæti orðið dýrt spaug.
Forráðamenn NFL-deildarinnar fylgjast með öllu og þeir eiga það til að skipta sér af ótrúlegustu hlutum. Sumir segja að það megi hreinlega ekkert.

NFL-deildin hefur nú sektað Robert Griffin III, leikstjórnanda Washington Redksins, um 1,2 milljónir króna fyrir bolinn sem hann klæddist á æfingu í gær.

Á bolnum stendur "Operation Patience" en RGIII er að jafna sig af erfiðum meiðslum. Bolurinn vísar í að hann verði að vera þolinmóður.

NFL meinar leikmönnum deildarinnar að klæðast fatnaði sem ekki er samþykktur af deildinni á æfingum. Þessi bolur hafði ekki slíkt samþykki.

RGIII fékk líka sömu sekt í fyrra er hann mætti í Adidas-klæðnaði á blaðamannafund. Það er bannað þar sem deildin er í samstarfi við Nike.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×