Of mikil fjárhagsleg áhætta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2013 16:50 Aníta Hinriksdóttir hefur náð frábærum árangri fyrir hönd Íslands á vettvangi frjálsra íþrótta á árinu. Nordicphotos/Getty Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla. FRÍ stóð að framkvæmd Evrópubikarkeppninnar hér á landi árið 2011. Í tilkynningu frá FRÍ kemur fram að framkvæmdin hafi tekist vel í alla staði. Engir opinberir styrkir hafi þó fengist til framkvæmdarinnar. „Þrátt fyrir að EAA greiði bæði allan kostnað vegna gistingar og uppihald hinna erlendu gesta og veiti styrk til framkvæmdar og undirbúnings, er ljóst að FRÍ getur ekki tekið áhættu á þessari framkvæmd, án utanaðkomandi stuðnings," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í dag. Án opinbers stuðnings sé kostnaður þó of mikill til að framkvæmdin sé áhættunnar virði. Stjórn FrÍ bendir á að í öðrum Evrópulöndum fáist opinber styrkur sem nemi um 20-30 milljónum króna til sambærilegra verkefna. Rökin fyrir því að ríki og sveitarfélög styðji við bakið á verkefnum sem þessum séu þau að þau skili meiri tekjum til samfélagsins en nemur kostnaðinum. Auk þess hljóti gestgjafinn jákvæða kynningu og aðrar tekjur. „Alls taka um 12-14 þjóðir þátt í þeim hluta sem hér um ræðir. Það eru gera samtals um 500-550 keppendur auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, samtals um 580-600 manns, sem dvelja hér í a.m.k. fjóra daga. Það gerir um 2500 gistinætur. Tekjur vegna gistingar gætu því numið um 45-50 m.kr. Til viðbótar þurfa langflestir að fljúga með íslensku flugfélagi til landsins sem gerir aðrar 35-40 m.kr. að lágmarki. Heildarviðbótartekjur vegna móta af þessu tagi eru því um 80-90 m.kr. fyrir eitt tveggja daga mót. FRÍ fékk enga opinbera styrki til að framkvæma Evrópubikarinn árið 2011," segir í tilkynningunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla. FRÍ stóð að framkvæmd Evrópubikarkeppninnar hér á landi árið 2011. Í tilkynningu frá FRÍ kemur fram að framkvæmdin hafi tekist vel í alla staði. Engir opinberir styrkir hafi þó fengist til framkvæmdarinnar. „Þrátt fyrir að EAA greiði bæði allan kostnað vegna gistingar og uppihald hinna erlendu gesta og veiti styrk til framkvæmdar og undirbúnings, er ljóst að FRÍ getur ekki tekið áhættu á þessari framkvæmd, án utanaðkomandi stuðnings," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í dag. Án opinbers stuðnings sé kostnaður þó of mikill til að framkvæmdin sé áhættunnar virði. Stjórn FrÍ bendir á að í öðrum Evrópulöndum fáist opinber styrkur sem nemi um 20-30 milljónum króna til sambærilegra verkefna. Rökin fyrir því að ríki og sveitarfélög styðji við bakið á verkefnum sem þessum séu þau að þau skili meiri tekjum til samfélagsins en nemur kostnaðinum. Auk þess hljóti gestgjafinn jákvæða kynningu og aðrar tekjur. „Alls taka um 12-14 þjóðir þátt í þeim hluta sem hér um ræðir. Það eru gera samtals um 500-550 keppendur auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, samtals um 580-600 manns, sem dvelja hér í a.m.k. fjóra daga. Það gerir um 2500 gistinætur. Tekjur vegna gistingar gætu því numið um 45-50 m.kr. Til viðbótar þurfa langflestir að fljúga með íslensku flugfélagi til landsins sem gerir aðrar 35-40 m.kr. að lágmarki. Heildarviðbótartekjur vegna móta af þessu tagi eru því um 80-90 m.kr. fyrir eitt tveggja daga mót. FRÍ fékk enga opinbera styrki til að framkvæma Evrópubikarinn árið 2011," segir í tilkynningunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira