Það var greint frá því í fjölmiðlum um allan heim í gær að rússneska tenniskonan Maria Sharapova ætlaði að breyta eftirnafni sínu í Sugarpovu rétt á meðan opna bandaríska meistaramótið færi fram.
Það var blaðamaður hjá The Times í London sembirti fyrstur fréttina en hann sagðist hafa heimildir fyrir því að búið væri að leggja fram beiðni um nafnabreytinguna hjá dómstólum í Flórída.
Nú hefur komið í ljós að þetta er uppspuni frá rótum og allt málið ein auglýsingabrella. Það er eflaust engin tilviljun að í kvöld verður Sugarpova-nammið kynnt í New York en eins og nafnið gefur til kynna stendur Sharapova sjálf á bak við sælgætið.
Sugarpova er þegar orðið þekkt út um allan heim og þeir sem stóðu á bak við þessa brellu fá eflaust vænan bónus fyrir vikið.
Sharapova verður ekki Sugarpova

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn








Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar
Enski boltinn
