Þó svo Tim Tebow hafi staðið sig vel með New England Patriots á fimmtudag þá er liðið ekki til í að veðja á hann. Hann lenti í niðurskurði í dag og verður því ekki með liðinu í vetur.
Tebow gekk hálfbrösuglega í undirbúningsleikjunum og vantaði stöðugleika. Hann sýndi þó hvað í sér býr á fimmtudag en það dugði ekki til.
Framtíðin er því í algerri óvissu hjá þessum vinsæla leikmanni. Fá lið sýndu honum áhuga er New York Jets losaði sig við hann.
Tímabilið í NFL-deildinni hefst á fimmtudag.
Sport