Þorsteinn Már sakar seðlabankastjóra um lygar og offors Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2013 19:30 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“ Samherji og Seðlabankinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira