Viðskipti innlent

Sérstakur vísar meintu gjaldeyrisbroti Samherja frá

Kristján Hjálmarsson skrifar
Embætti sérstaks saksóknara hefur endursent gjaldeyrisbrotamál tengt útgerðarfyrirtækinu Samherja til Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í DV í dag.

Seðlabankinn sendi málið til sérstaks saskóknara í apríl síðastliðnum en þá hafði það verið til rannsóknar hjá stofnuninni frá því í mars 2012.

Sérstakur saksóknari telur að kæruefni séu ekki líkleg til sakfellingar og því hefur hann vísað málinu aftur til Seðlabankans.

Að því er fram kemur í DV getur starfsfólk Seðlabankans unnið kæruna betur og sent hana aftur til saksóknara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×